
Þráðbeint á topp þrjú yfir bestu heitu brauðréttina. Á Akureyri hittum við Herdísi frænku mína sem útbjó bragðmikinn mexíkóskan heitan brauðrétt. Alveg meiriháttar brauðréttur.
🇲🇽
— HERDÍS HULDA — BRAUÐRÉTTIR — MEXÍKÓ — AKUREYRI – ESKIFJÖRÐUR –
🇲🇽

Svangi Mexíkaninn
1 stórt samlokubrauð
½ lítri matreiðslurjómi
½ grænmetis-teningur
1 mexikó ostur
½ piparostur
Ca 3 msk rjómaostur m grillaðri papriku og chili
Ca 2 msk rjómaostur
2 dl nýmjólk
100 g pepperoni
4 skinkusneiðar
1 rauð paprika
Ca 10 cm púrrulaukur
3 stórir sveppir
Rifinn ostur
Appelsínugult doritos
Uppskrift miðast við 1 stórt samlokubrauð, skerið skorpuna af – (passar í ca 2 stór eldföst mót..)
Mér finnst best að útbúa réttinn kvöldið áður en á að borða hann.
Piparostur og mexikó ostur sneiddir niður(eða rifnir)
Matreiðslurjómi hitaður ásamt grænmetisteningi. Ostum bætt útí og hrært í þar til er orðið mjúkt. – mjólk bætt útí til að þynna(ca 2-3 dl)
Pepperoni, skinka sneitt niður. Paprika, púrrulaukur og sveppir sneitt í litla bita og geymt til hliðar.
Grænmeti steikt upp úr smá smjöri þar til mjúkt, pepperoni og skinku bætt við og steikt í smá stund í viðbót. Öllu bætt út í osta soppuna.
Heilt samlokubrauð sneitt í teninga og sett í 2-3 eldföst mót.
Soppunni skipt jafnt á milli forma og hrært aðeins í með sleikju til að blandist vel.
Rifinn ostur settur yfir og doritos mulið ofaná.
Bakað í ofni við 180°c í ca 20 mín eða þar til ostur er orðinn gullinn.

🇲🇽
— HERDÍS HULDA — BRAUÐRÉTTIR — MEXÍKÓ — AKUREYRI – ESKIFJÖRÐUR –
🇲🇽