Kókoskaramelludraumur – verðlaunasmákökur

andra jónsdóttir sweetened coconut flakes SÆTT KÓKOSMJÖL Dómnefndin: Eva María, Auðjón, Jóhannes og Albert Kókoskaramelludraumur Andreu andrea ida jónsdóttir köhler
Kókoskaramelludraumur Andreu

Kókoskaramelludraumur

Andrea Ida Jónsdóttir Köhler varð í öðru sæti í smákökusamkeppni Kornax. Kókoskaramelludraumurinn er bæði girnilegur að sjá og svo bráðnaði hann í munni.

FYRSTA SÆTIÐÞRIÐJA SÆTIÐSMÁKÖKUSAMKEPPNISMÁKÖKURKORNAXJÓLINANDREA IDA JÓNSDSÆTT KÓKOSMJÖL

🎄

Kókoskaramelludraumur

Uppskrift:
220 g smjör (saltlaust, kalt, skorið í litla kubba)
100 g sykur
2 tsk kókos dropar
¼ tsk borðsalt
280 g Kornax hveiti
150 g sætur rifinn kókos
1 egg

Fylling
100 g pekanhnetur, saxaðar
1 poki töggur frá Nóa
1 dl púðursykur
1 dl sýróp
½ tsk salt
2 msk smjör
2 egg

Fylling, aðferð:
Blandið öllu saman í pott og hrærið á meðan allt bráðnar saman og þykkist. Setjið til hliðar og kælið.

Aðferð
Hrærið saman smjör, sykur og salt þar til það hefur blandast vel saman. Bætið kókosdropunum við og hrærið í stutta stund. Blandið hveitinu við og hrærið bara þar til það hefur blandast saman.

Mótið litlar kúlur (15 g hver) og veltið upp úr eggi og rúllið í kókos.

Leggið á plötu og þrýstið fingri á kökurnar til að búa til smá holu. Kælið þær í 10 mínútur í frysti (30 mínútur í kæli). Bakið við 160 gráður í 10 mínútur, takið kökurnar út og notið kúpta teskeið til að móta holurnar aftur. Fyllið með karamellu pekann fyllingunni og bakið í 6 mínútur til viðbótar. Takið kökurnar út og stráið grófu salti yfir. Skreytið með glimmeri eða gyllingu.

Kókoskaramelludraumur, höfundur: Andrea Ida Jónsdóttir Köhler

Dómnefndin: Eva María, Auðjón, Jóhannes og Albert

🎄

SMÁKÖKUSAMKEPPNISMÁKÖKURKORNAXJÓLINANDREA IDA JÓNSD

KÓKOSKARAMELLUDRAUMUR  —

🎄

 

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.