Silvíukökur – verðlaunasmákökur

KORNFLEX Dómnefndin: Eva María, Auðjón, Jóhannes og Albert Þóra Þorgeirsdóttir silvíukökur smákökusamkeppni kornax jólin smákökur jólakökur jólasmákökur
Silvíukökur Þóru Þorgeirsdóttur

Silvíukökur – verðlaunasmákökur

Þóra Þorgeirsdóttir sigraði glæsilega í smákökusamkeppni Kornax. í ár. Dómnefndin var einróma í vali sínu. Gæða smákökur sem bragðast vel góðum kaffibolla.

—  ANNAÐ SÆTIР ÞRIÐJA SÆTIÐKORNFLEXSMÁKÖKUSAMKEPPNISMÁKÖKURKORNAXJÓLIN

🎄

Silvíukökur

Uppskrift:
350 g mjúkt smjör
100 g sykur
200 g púðursykur
2 egg
200 g Kornax hveiti
180 g kornfkex
180 g kókosmjöl
1 ½ tsk vanilludropar
½ tsk salt
1 tsk matarsódi
½ tsk kanill
120 g karamellukurl frá Nóa Siríus
100 g smátt skorin trönuber

Öll hráefni sett saman í hrærivél og unnið vel saman. Rúllið deiginu út í lengjur, skerið í litlar kökur. Setjið á pappírsklædda ofnplötu með gott bil á milli. Bakað í 10-12 mínútur við 180°c (ath. ofnar geta verið mismundandi)

Krem uppskskrift:
250 g mjúkt smjör
250 g flórsykur
2 tsk vanilludropar
4 msk rjómi

Krem aðferð:
Allt hrært saman. Setjið kremið á milli og myndið samloku.

Þóra Þorgeirsdóttir kom sá og sigraði með Silvíukökur
Dómnefndin: Eva María, Auðjón, Jóhannes og Albert

 

🎄

—  ANNAÐ SÆTIР— ÞRIÐJA SÆTIÐSMÁKÖKUSAMKEPPNISMÁKÖKURKORNAXJÓLIN

SILVÍUKÖKUR

🎄

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Súkkulaðikasjúsmákökur

Sukkuladikasju-smakokur

Súkkulaðikasjú-smákökur. Ætli megi ekki segja að jólaundirbúningurinn sé hafinn, amk voru útbúnar hér smákökur í dag. Foreldrar mínir komu í kaffi í dag og pabbi var ánægður með kökurnar EN það ber að taka fram að hann fékk ekki að vita að þetta eru óbakaðar smákökur…. Hvað um það, mjööööög auðveldar og fljótlegar. Setjið á ykkur svunturnar, þvoið ykkur um hendurnar og hefjist handa…. 🙂

Kúrbítsbrauð

Kúrbítsbrauð

Kúrbítsbrauð. Nú er ég farinn að nota heilhveiti mun meira en áður, stundum með venjulegu hveiti en oftast  ekki. Þó líkami okkar sé næstum því fullkominn þá ræður hann ekki við að melta heil hörfræ. Best finnst mér að mala þau í kaffikvörninni, matvinnsluvélar vinna illa á þeim.