Jóladraumur – verðlaunasmákökur

sweetened coconut flakes sætt kókosmjöl Dómnefndin: Eva María, Auðjón, Jóhannes og Albert Jóladraumur, höfundur: Þorsteinn Hængur Jónsson
Jóladraumur, jólasmákökur Þorsteins Hængs Jónssonar

Þorsteinn Hængur Jónsson lenti í þriðja sæti í smákökusamkeppni Kornax með Jóladraum.

FYRSTA SÆTIÐANNAÐ SÆTIÐSMÁKÖKUSAMKEPPNISMÁKÖKURKORNAXJÓLINSÆTT KÓKOSMJÖL

🎄

Jóladraumur

Innihald:
1 ½ bolli Kornax hveiti
½ msk lyftiduft
½ msk matarsódi
1 góð matskeið kanill
½ tsk salt
170 g mjúkt smjör
120 g sykur
120 g púðursykur
2 egg
1 lok vanilludropar
1 ½ bolli Síríus rjómasúkkulaðidropar
1 ½ bolli haframjöl
1 bolli mjúkt kókosmjöl (sweetened coconut flakes)
1 bolli saxaðar pekanhnetur

Fylling
100 g smjör
200 g púðursykur
150 g mjúkt kókosmjöl
10 ljósar töggur
½ dl rjómi

Fylling aðferð
Sett í pott og soðið saman við vægan hita í 3-4 mínútur eða þar til töggurnar eru bráðnaðar

Aðferð
Hrærið smjörið í eina mínútu, bætið síðan sykrinum saman við og hrærið áfram í 2 mínútur. Næst eru eggin sett í, annað í einu og vanilludroparnir. Þegar þetta hefur blandast vel saman þá bætum við hveiti við og öðrum þurrefnum. Að seinustu fara súkkulaðidroparnir, hafrarnir, kókosmjölið og hneturnar út í.

Búið til kúlur, setjið á bökunarplötu, gerið holu í miðjuna með þumli eða notið korktappa af vínflösku. Bakið við 180 gráðu hita í 10-13 mínútur. Um leið og kökurnar eru teknar úr ofninum þarf að dælda aftur miðjuna eins og áður. Þegar fyllingin hefur aðeins kólnað, takið sirka teskeið af fyllingu, eða eins og holan leyfir og setjið hana ofan í. Stráið litlu magni af grófu salti yfir fyllinguna. Skreytið kökurnar með bræddu súkkulaði ef vill.

Jóladraumur, höfundur: Þorsteinn Hængur Jónsson

Dómnefndin: Eva María, Auðjón, Jóhannes og Albert

🎄

FYRSTA SÆTIÐANNAÐ SÆTIÐSMÁKÖKUSAMKEPPNISMÁKÖKURKORNAXJÓLIN

JÓLADRAUMUR

🎄

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.