Jóladraumur – verðlaunasmákökur

sweetened coconut flakes sætt kókosmjöl Dómnefndin: Eva María, Auðjón, Jóhannes og Albert Jóladraumur, höfundur: Þorsteinn Hængur Jónsson
Jóladraumur, jólasmákökur Þorsteins Hængs Jónssonar

Þorsteinn Hængur Jónsson lenti í þriðja sæti í smákökusamkeppni Kornax með Jóladraum.

FYRSTA SÆTIÐANNAÐ SÆTIÐSMÁKÖKUSAMKEPPNISMÁKÖKURKORNAXJÓLINSÆTT KÓKOSMJÖL

🎄

Jóladraumur

Innihald:
1 ½ bolli Kornax hveiti
½ msk lyftiduft
½ msk matarsódi
1 góð matskeið kanill
½ tsk salt
170 g mjúkt smjör
120 g sykur
120 g púðursykur
2 egg
1 lok vanilludropar
1 ½ bolli Síríus rjómasúkkulaðidropar
1 ½ bolli haframjöl
1 bolli mjúkt kókosmjöl (sweetened coconut flakes)
1 bolli saxaðar pekanhnetur

Fylling
100 g smjör
200 g púðursykur
150 g mjúkt kókosmjöl
10 ljósar töggur
½ dl rjómi

Fylling aðferð
Sett í pott og soðið saman við vægan hita í 3-4 mínútur eða þar til töggurnar eru bráðnaðar

Aðferð
Hrærið smjörið í eina mínútu, bætið síðan sykrinum saman við og hrærið áfram í 2 mínútur. Næst eru eggin sett í, annað í einu og vanilludroparnir. Þegar þetta hefur blandast vel saman þá bætum við hveiti við og öðrum þurrefnum. Að seinustu fara súkkulaðidroparnir, hafrarnir, kókosmjölið og hneturnar út í.

Búið til kúlur, setjið á bökunarplötu, gerið holu í miðjuna með þumli eða notið korktappa af vínflösku. Bakið við 180 gráðu hita í 10-13 mínútur. Um leið og kökurnar eru teknar úr ofninum þarf að dælda aftur miðjuna eins og áður. Þegar fyllingin hefur aðeins kólnað, takið sirka teskeið af fyllingu, eða eins og holan leyfir og setjið hana ofan í. Stráið litlu magni af grófu salti yfir fyllinguna. Skreytið kökurnar með bræddu súkkulaði ef vill.

Jóladraumur, höfundur: Þorsteinn Hængur Jónsson

Dómnefndin: Eva María, Auðjón, Jóhannes og Albert

🎄

FYRSTA SÆTIÐANNAÐ SÆTIÐSMÁKÖKUSAMKEPPNISMÁKÖKURKORNAXJÓLIN

JÓLADRAUMUR

🎄

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Bakað úr rabarbara – 9 ómótstæðilegar uppskriftir

Bakað úr rabarbara - 9 ómótstæðilegar uppskriftir. Nýtum endilega rabarbarann sem vex svo víða. Hér eru níu hugmyndir að kaffimeðlæti þar sem rabarbari kemur við sögu. Bíðum ekki - bökum og bjóðum í kaffi :) Í öllum bænum deilið til fólks sem á rabarbara en veit ekki alveg hvað það á að gera við hann

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Boeuf bourguignon all´italiana með ofnsteiktum kartöflum

Nautakjöt

Boeuf bourguignon all´italiana með ofnsteiktum kartöflum. Fyrsta æfing Sætabrauðsdrengjanna fyrir jólatónleikana var í sumarbústað í byrjun september. Þar var mikið sungið og mikið borðað.