Auglýsing
andra jónsdóttir sweetened coconut flakes SÆTT KÓKOSMJÖL Dómnefndin: Eva María, Auðjón, Jóhannes og Albert Kókoskaramelludraumur Andreu andrea ida jónsdóttir köhler
Kókoskaramelludraumur Andreu

Kókoskaramelludraumur

Andrea Ida Jónsdóttir Köhler varð í öðru sæti í smákökusamkeppni Kornax. Kókoskaramelludraumurinn er bæði girnilegur að sjá og svo bráðnaði hann í munni.

FYRSTA SÆTIÐÞRIÐJA SÆTIÐSMÁKÖKUSAMKEPPNISMÁKÖKURKORNAXJÓLINANDREA IDA JÓNSDSÆTT KÓKOSMJÖL

🎄

Kókoskaramelludraumur

Uppskrift:
220 g smjör (saltlaust, kalt, skorið í litla kubba)
100 g sykur
2 tsk kókos dropar
¼ tsk borðsalt
280 g Kornax hveiti
150 g sætur rifinn kókos
1 egg

Fylling
100 g pekanhnetur, saxaðar
1 poki töggur frá Nóa
1 dl púðursykur
1 dl sýróp
½ tsk salt
2 msk smjör
2 egg

Fylling, aðferð:
Blandið öllu saman í pott og hrærið á meðan allt bráðnar saman og þykkist. Setjið til hliðar og kælið.

Aðferð
Hrærið saman smjör, sykur og salt þar til það hefur blandast vel saman. Bætið kókosdropunum við og hrærið í stutta stund. Blandið hveitinu við og hrærið bara þar til það hefur blandast saman.

Mótið litlar kúlur (15 g hver) og veltið upp úr eggi og rúllið í kókos.

Leggið á plötu og þrýstið fingri á kökurnar til að búa til smá holu. Kælið þær í 10 mínútur í frysti (30 mínútur í kæli). Bakið við 160 gráður í 10 mínútur, takið kökurnar út og notið kúpta teskeið til að móta holurnar aftur. Fyllið með karamellu pekann fyllingunni og bakið í 6 mínútur til viðbótar. Takið kökurnar út og stráið grófu salti yfir. Skreytið með glimmeri eða gyllingu.

Kókoskaramelludraumur, höfundur: Andrea Ida Jónsdóttir Köhler

Dómnefndin: Eva María, Auðjón, Jóhannes og Albert

🎄

SMÁKÖKUSAMKEPPNISMÁKÖKURKORNAXJÓLINANDREA IDA JÓNSD

KÓKOSKARAMELLUDRAUMUR  —

🎄

 

Auglýsing