Kókoskaramelludraumur – verðlaunasmákökur

andra jónsdóttir sweetened coconut flakes SÆTT KÓKOSMJÖL Dómnefndin: Eva María, Auðjón, Jóhannes og Albert Kókoskaramelludraumur Andreu andrea ida jónsdóttir köhler
Kókoskaramelludraumur Andreu

Kókoskaramelludraumur

Andrea Ida Jónsdóttir Köhler varð í öðru sæti í smákökusamkeppni Kornax. Kókoskaramelludraumurinn er bæði girnilegur að sjá og svo bráðnaði hann í munni.

FYRSTA SÆTIÐÞRIÐJA SÆTIÐSMÁKÖKUSAMKEPPNISMÁKÖKURKORNAXJÓLINANDREA IDA JÓNSDSÆTT KÓKOSMJÖL

🎄

Kókoskaramelludraumur

Uppskrift:
220 g smjör (saltlaust, kalt, skorið í litla kubba)
100 g sykur
2 tsk kókos dropar
¼ tsk borðsalt
280 g Kornax hveiti
150 g sætur rifinn kókos
1 egg

Fylling
100 g pekanhnetur, saxaðar
1 poki töggur frá Nóa
1 dl púðursykur
1 dl sýróp
½ tsk salt
2 msk smjör
2 egg

Fylling, aðferð:
Blandið öllu saman í pott og hrærið á meðan allt bráðnar saman og þykkist. Setjið til hliðar og kælið.

Aðferð
Hrærið saman smjör, sykur og salt þar til það hefur blandast vel saman. Bætið kókosdropunum við og hrærið í stutta stund. Blandið hveitinu við og hrærið bara þar til það hefur blandast saman.

Mótið litlar kúlur (15 g hver) og veltið upp úr eggi og rúllið í kókos.

Leggið á plötu og þrýstið fingri á kökurnar til að búa til smá holu. Kælið þær í 10 mínútur í frysti (30 mínútur í kæli). Bakið við 160 gráður í 10 mínútur, takið kökurnar út og notið kúpta teskeið til að móta holurnar aftur. Fyllið með karamellu pekann fyllingunni og bakið í 6 mínútur til viðbótar. Takið kökurnar út og stráið grófu salti yfir. Skreytið með glimmeri eða gyllingu.

Kókoskaramelludraumur, höfundur: Andrea Ida Jónsdóttir Köhler

Dómnefndin: Eva María, Auðjón, Jóhannes og Albert

🎄

SMÁKÖKUSAMKEPPNISMÁKÖKURKORNAXJÓLINANDREA IDA JÓNSD

KÓKOSKARAMELLUDRAUMUR  —

🎄

 

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Fíflasmákökur

Fíflasmákökur

Fíflasmákökur. Það er gaman að prófa sig áfram í eldhúsinu, ég sá á netinu hafrasmákökur með fíflablómum í. Já! hljómar framandi í fyrstu en hver segir að smákökur tengist bara jólunum. Nýtum okkur túnfíflana á meðan þeir eru.

Eplaferningar og kaffiboð hjá Maríu

Eplaferningar. María frænka mín einstaklega flink í eldhúsinu og er líka súpergóður gestgjafi. Ég á óteljandi margar dásemdarstundir í eldhúsinu hennar og við eldhúsborðið. Eitt sinn bauð hún Sætabrauðsdrengjunum í kvöldkaffi og það var hún sem bakaði færeysku eplakökuna. María bauð okkur mömmu í kaffi og mömmu sinni líka sem er föðursystir mín. Auk eplaferninganna var heimabakað brauð með allskonar áleggi, bakaður gullostur með sírópi og furuhnetum og ég man bara ekki hvað og hvað...

Pílates hjá Láru Stefánsdóttur

Pílates hjá Láru Stefánsdóttur. Í vetur fékk ég slæmt skessuskot og ekkert virkaði til að losna almennilega við það. Var búinn að prófa öll trixin mín sem hingað til hafa virkað en það var alltaf örlítill verkur. Næstum því á förnum vegi hitti ég Láru Stefánsdóttur dansara og pílateskennara og við tókum tal saman. Til að gera langa sögu stutta þá hef ég farið til hennar í nokkur skipti og er endurnærður eftir Pílatestímana.