Dropi – hreint alvöru íslenskt lýsi

Dropi er hreint íslenskt þorskalýsi. Náttúruleg uppspretta omega3, D og A vítamíns. dropi bolungarvík bolungavík
Dropi er hreint íslenskt þorskalýsi og náttúruleg uppspretta omega3, D og A vítamíns. Lýsi inniheldur omega-3 fitusýrur sem eru mikilvægar fyrir eðlilega starfsemi líkama okkar. Omega-3 fitusýrur eru nauðsynlegar fitusýrur, sem þýðir að líkami okkar getur ekki framleitt þær og við verðum að fá þær úr fæðunni.

Dropi er hreint íslenskt þorskalýsi framleitt í Bolungarvík. Náttúruleg uppspretta omega 3, D og A vítamíns.

🇮🇸

DROPI.ISFEITUR FISKURBOLUNGARVÍKFISKRÉTTIRÍSLENSKT

🇮🇸

Dropi þorskalýsi er eingöngu kaldunnið til þess að varðveita alla náttúrulega eiginleika olíunnar. Olían inniheldur hreina og náttúruleg vítamín A- og D, ásamt omega-3 og aðrar fitusýrur. Engin gerviefni eða viðbætt vítamín er bætt við olíuna. Dropi er eingöngu framleiddur úr ferskri þorsklifur úr Atlantshafsþorski (Gadus morhua). Fiskurinn er keyptur af fiskmarkaði, en hann er veiddur af dagróðrarbátum á Vestfjarðarmiðum, sem eru ein hreinustu fiskimið í Atlantshafi.

Þessi gæðavara er framleidd samkvæmt alþjóðlega gæðastaðlinum HACCP, en honum er ætlað að tryggja öryggi matvæla.

Framleiðsla Dropa er byggð á fornri aðferð, en er þó framleidd á skemmri tíma en áður fyrr. Lágt hitastig er notað allt framleiðsluferlið og fer hitinn aldrei yfir 42°C. Við þetta lága hitastig viðhaldast náttúrulega vítamín og næringarefni og því flokkast Dropi sem jómfrúarolía og hráfæði.

Þorsklifrin

Árla morguns fara sjómenn í Bolungarvík út á haf á bátum sínum með beitningarbala. Sumir með bala sem beittir eru í landi daginn áður, aðrir með bala sem beittir eru í vélum um borð. Eftir veiði dagsins halda bátarnir í heimahöfn þar sem ferskum aflanum er landað. Fiskurinn er verkaður og seldur á fiskmarkaði, þaðan sem við kaupum lifrina. Við fáum hana svo afhenta ferska á ís. Afurðin er því fersk allt vinnsluferlið.

100% náttúruleg framleiðsla

Allt vinnsluferlið á Dropa olíu er styttra en almennt þekkist í framleiðslu á þorskalýsi í heiminum. Við notum lágt hitastig, undir 42°C til þess að viðhalda eiginleikum lifrarinnar. Þá er framleiðslan háð náttúrulegum eiginleikum eins og veðri, aðstæðum á fiskimiðum og stofni Atlantshafsþorsksins. Þar sem við notum eingöngu ferska lifur getum við ekki ákveðið framleiðslu með löngum fyrirvara, þar sem veður þarf að vera hagstætt svo sjómenn nái að stunda sjóinn.

Texti: HEILSUHÚSIÐ

Færslan er unnin í samvinnu við Dropa.is

🇮🇸

DROPI.ISFEITUR FISKURBOLUNGARVÍKFISKRÉTTIRÍSLENSKT

🇮🇸

 

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Bestu veganborgararnir á Íslandi

Bestu veganborgararnir á Íslandi. Á fasbókinni er mjög virkur og fræðandi hópur sem nefnist Vegan Ísland. Þar var nýlega varpað fram spurningunni hvar væri hægt að fá bestu vegan borgarana. Langflestir nefna að bestu veganborgararnir séu á Bike Cave í Skerjafirðinum. Á dögunum fór ég á þangað til að smakka borgarann sem fær flest stig. Veitingastaðurinn Bike Cave var opnaður fyrir tveimur árum í Skerjafirðinum og nýlega var opnaður staður í Hafnarborg í Hafnarfirði. Gaman frá því að segja að Lúxusborgarinn á Bike Cave er mjög góður og vel má mæla með honum. Svo skemmir nú ekki fyrir að umhverfið er harla óvenjulegt. Piltarnir sem afgreiddu mig voru með allt á hreinu og framreiddu góðan borgara.

Veitingastaðurinn Burro – einstakur, líflegur, litríkur og bragðmikill

Veitingastaðurinn Burro - einstakur, líflegur, litríkur og bragðmikill. Burro Tapas + steak. Mið- og suðuramerískur smáréttastaður með frábærum Latin steikum. Bragðgóður, litfagur matur sem fer vel í munni og maga. Líflegur Burro öðruvísi en allir aðrir staðir, stórfín viðbót við fyrirmyndar veitingastaðaflóru landsins með ljúfa og góða þjónustu.