Dropi – hreint alvöru íslenskt lýsi

Dropi er hreint íslenskt þorskalýsi. Náttúruleg uppspretta omega3, D og A vítamíns. dropi bolungarvík bolungavík
Dropi er hreint íslenskt þorskalýsi og náttúruleg uppspretta omega3, D og A vítamíns. Lýsi inniheldur omega-3 fitusýrur sem eru mikilvægar fyrir eðlilega starfsemi líkama okkar. Omega-3 fitusýrur eru nauðsynlegar fitusýrur, sem þýðir að líkami okkar getur ekki framleitt þær og við verðum að fá þær úr fæðunni.

Dropi er hreint íslenskt þorskalýsi framleitt í Bolungarvík. Náttúruleg uppspretta omega 3, D og A vítamíns.

🇮🇸

DROPI.ISFEITUR FISKURBOLUNGARVÍKFISKRÉTTIRÍSLENSKT

🇮🇸

Dropi þorskalýsi er eingöngu kaldunnið til þess að varðveita alla náttúrulega eiginleika olíunnar. Olían inniheldur hreina og náttúruleg vítamín A- og D, ásamt omega-3 og aðrar fitusýrur. Engin gerviefni eða viðbætt vítamín er bætt við olíuna. Dropi er eingöngu framleiddur úr ferskri þorsklifur úr Atlantshafsþorski (Gadus morhua). Fiskurinn er keyptur af fiskmarkaði, en hann er veiddur af dagróðrarbátum á Vestfjarðarmiðum, sem eru ein hreinustu fiskimið í Atlantshafi.

Þessi gæðavara er framleidd samkvæmt alþjóðlega gæðastaðlinum HACCP, en honum er ætlað að tryggja öryggi matvæla.

Framleiðsla Dropa er byggð á fornri aðferð, en er þó framleidd á skemmri tíma en áður fyrr. Lágt hitastig er notað allt framleiðsluferlið og fer hitinn aldrei yfir 42°C. Við þetta lága hitastig viðhaldast náttúrulega vítamín og næringarefni og því flokkast Dropi sem jómfrúarolía og hráfæði.

Þorsklifrin

Árla morguns fara sjómenn í Bolungarvík út á haf á bátum sínum með beitningarbala. Sumir með bala sem beittir eru í landi daginn áður, aðrir með bala sem beittir eru í vélum um borð. Eftir veiði dagsins halda bátarnir í heimahöfn þar sem ferskum aflanum er landað. Fiskurinn er verkaður og seldur á fiskmarkaði, þaðan sem við kaupum lifrina. Við fáum hana svo afhenta ferska á ís. Afurðin er því fersk allt vinnsluferlið.

100% náttúruleg framleiðsla

Allt vinnsluferlið á Dropa olíu er styttra en almennt þekkist í framleiðslu á þorskalýsi í heiminum. Við notum lágt hitastig, undir 42°C til þess að viðhalda eiginleikum lifrarinnar. Þá er framleiðslan háð náttúrulegum eiginleikum eins og veðri, aðstæðum á fiskimiðum og stofni Atlantshafsþorsksins. Þar sem við notum eingöngu ferska lifur getum við ekki ákveðið framleiðslu með löngum fyrirvara, þar sem veður þarf að vera hagstætt svo sjómenn nái að stunda sjóinn.

Texti: HEILSUHÚSIÐ

Færslan er unnin í samvinnu við Dropa.is

🇮🇸

DROPI.ISFEITUR FISKURBOLUNGARVÍKFISKRÉTTIRÍSLENSKT

🇮🇸

 

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.