Krásir úr héraði – markaður

GEITAGOTT – Sauðaostur & ís úr Fljótsdalnum – Geitagott úr Skriðdalnum

Hús Handanna á Egilsstöðum stóð fyrir markaði á laugardaginn sem kallaðist Krásir úr héraði & listhandverk. Hús Handanna verður með markað alla laugardaga til jóla frá kl 13

GEITAGOTTGRANISAUÐAGULLLINDARBREKKAHAFSALT

LINDARBREKKA. Reykt hreindýrakjöt og annað góðgæti kom frá Lindarbrekku í Berufirði

 

GRANI – Listmunir Þráins Skarphéðinssonar
Þráinn Skarphéðinsson kom með listafagra muni sem hann hefur rennt og pússað
SAUÐAGULL — Gestum bauðst að smakka ost, konfekt og ís frá Sauðagulli
HAFSALT – Á Djúpavogi er Hafsalt sem framleiðir fjórar tegundir af salti og auk þess tvær tegundir af kryddsmjöri.
GEITAGOTT úr Skriðdalnum sem Þorbjörg Ásbjörnsdóttir gerir
Einar Halldórsson seldi fagra listmuni úr tré, fremst eru laufabrauðspressur

.

GEITAGOTTGRANISAUÐAGULLLINDARBREKKAHAFSALT

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Steiktur kjúklingur eftir þeldökkri konu í New Orleans

Kjúklingur

STEIKTUR KJÚKLINGUR eftir þeldökkri konu í New Orleans. Útvarpskonan ágæta, Sigurlaug M. Jónasdóttir las þessa uppskrift upp í matarþætti sínum fyrir mörgum árum. Lesturinn var svo áhrifaríkur...

Kínóa- og grænmetissúpa – hin mesta dásemdarsúpa

Kínóa- og grænmetissúpa.  Margrét Jónsdóttir eigandi ferðaskrifstofunnar Mundo bauð til veislu á dögunum, fyrst var þessi súpa frá Perú þá íranskur kjúklingaréttur og loks ...mangóeftirréttur. Allt ómótstæðiega gott.

Mikið lifandis ósköp fer kínóa vel í maga, svo skemmir það nú ekki upplifunina að kínóa er bráðhollt. Þessi dásemdarsúpa er jafnvel ennbetri daginn eftir.

Jarðarberjaterta með Royalbúðingskremi

Jarðarberjaterta

Jarðarberjaterta með Royalbúðingskremi. Í barnæsku þóttu mér Royalbúðingar alveg einstaklega góðir - sérstaklega þessi með karamellubragði - og borðaði þá af mikilli áfergju.

Það er ágætt setja tertuna saman og láta hana standa í 5-7 klst áður en hún er borin á borð. Þannig mýkjast botnarnir, en það er ekki gott að hafa þá of mjúka. Í Matarbúri Kaju fékk ég karamelludropa sem ég setti saman við kremið og fékk þar reyndar líka hindberjadropa sem fór saman við jarðarberjarjómann. Hindberjadroparnir gefa bæði bragð og fallegan lit. Hátiðleg terta sem lætur vel í munni og fer vel á öllum veisluborðum.