Föstudagskaffi í Austurbrú

Arnar, Albert, Asdís Helga, Anna Sigurveig og Urður Alda Marín María hjálmarsdóttir og Arnfríður EIDE hafþórsdóttir signý ormarsdóttir austurbrú visit austurland egilsstaðir föstudagskaffi kleinur mexíkó
Signý Ormarsdóttir yfirverkefnastjóri Austurbrúar skenkir í bolla hafþyrnidrykk, grunnurinn er lífræn hafþyrnissaft frá Borgmundarhólmi.

Föstudagskaffi í Austurbrú

Er eitthvað dásamlegra að sitja með góðu fólki í veglegu föstudagskaffi? Það var ekki skorið við nögl í föstudagskaffinu í Austurbrú á Egilsstöðum, mikið talað og mikið borðað. Í Austurbrú er meðal annars unnið að kynningu og markaðssetningu Austurlands í gegnum Áfangastaðaáætlun Austurlands – MEIRA HÉR og  VISIT AUSTURLAND.

.

EGILSSTAÐIR — ÍSLANDKLEINURFÖSTUDAGSKAFFI

.

Signý kom með Kanilkleinur sem hún steikti eftir uppskrift mömmu sinnar.

Kanilkleinur

8 bollar hveiti
2 bollar sykur
5 tsk lyftiduft
1 tsk natron
1 egg
1 peli rjómi
Smá súrmjólk ca desilítri
Rúmur bolli mjólk
1,5 msk kanell

Uppskrift frá móður minni Sigrúnu Sigurðardóttir og hún vildi helst hafs rjómann gamlan eða byrjaðan sð súrna. Hún steikti í blöndu af tólg og plöntufeiti og meira af tólg en ég steikti í steikingarfeiti.

Hrökkvi frá Vallarnesi, með túnfisksallati frá Fellabakaríi og sósa frá Lefever

Arnfríður Eide kom með Mexíkósalatið EinnEinnEinn. Salatið er mega gott smurt á tortilla vefju, rúllað upp eins og ísl. pönnsur, og skorið í litla snúða. Láta standa í ca klukkutíma áður en þetta er borið fram.

Einn Einn Einn – Mexíkósalat

1 mexicoostur (steyptur)
1 lítill rauðlaukur
1 dós sýrður rjómi

Byrjað á að setja rauðlaukinn í mixara, osturinn settur í bitum saman við laukinn og mixað meira. Sýrður hrærður út og settur saman við mixið 🙂

Reyktur silungur
Þurrkað bláberjaskyr

Alda Marín; María, Tinna og Arnfríður
Arnar, Albert, Ásdís Helga, Anna Sigurveig, Urður, Alda og María

.

EGILSSTAÐIR — ÍSLANDKLEINURFÖSTUDAGSKAFFI

 — VISIT AUSTURLAND

.

Færslan er unnin í samstarfi við Austurbrú
Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.