Föstudagskaffi í Austurbrú
Er eitthvað dásamlegra að sitja með góðu fólki í veglegu föstudagskaffi? Það var ekki skorið við nögl í föstudagskaffinu í Austurbrú á Egilsstöðum, mikið talað og mikið borðað. Í Austurbrú er meðal annars unnið að kynningu og markaðssetningu Austurlands í gegnum Áfangastaðaáætlun Austurlands – MEIRA HÉR og VISIT AUSTURLAND.
.
— EGILSSTAÐIR — ÍSLAND — KLEINUR — FÖSTUDAGSKAFFI —
.
Kanilkleinur
8 bollar hveiti
2 bollar sykur
5 tsk lyftiduft
1 tsk natron
1 egg
1 peli rjómi
Smá súrmjólk ca desilítri
Rúmur bolli mjólk
1,5 msk kanell
Uppskrift frá móður minni Sigrúnu Sigurðardóttir og hún vildi helst hafs rjómann gamlan eða byrjaðan sð súrna. Hún steikti í blöndu af tólg og plöntufeiti og meira af tólg en ég steikti í steikingarfeiti.
Arnfríður Eide kom með Mexíkósalatið EinnEinnEinn. Salatið er mega gott smurt á tortilla vefju, rúllað upp eins og ísl. pönnsur, og skorið í litla snúða. Láta standa í ca klukkutíma áður en þetta er borið fram.
Einn Einn Einn – Mexíkósalat
1 mexicoostur (steyptur)
1 lítill rauðlaukur
1 dós sýrður rjómi
Byrjað á að setja rauðlaukinn í mixara, osturinn settur í bitum saman við laukinn og mixað meira. Sýrður hrærður út og settur saman við mixið 🙂
.
— EGILSSTAÐIR — ÍSLAND — KLEINUR — FÖSTUDAGSKAFFI —
— VISIT AUSTURLAND —
.