Jólailmur og húsið angar

Rauð jólaepli jólailmur jólalykt ilmur af jólum epli kanill eplalykt jólin
Rauð jólaepli

Jólailmur og húsið angar

Við sem erum komin á miðjan aldur mundum eftir fagurrauðu glansandi ilmsterkum jólaeplum. Í minningunni jafnast fátt á við þessa dásemd enda var þetta hinn eini sanni jólailmur… Það er sáraeinfalt að útbúa „jólailm” og láta húsið anga – þó hann jafnist auðvitað ekkert á við jólaeplailminn.

🍎

JÓLINKRYDDMANDARÍNUREPLIPANNETONE

🍎

Ráðið einfalda er að taka uppáhalds kryddin, kryddin sem við tengjum helst við jólin, setja í pott ásamt vatni (ekki hafa lokið á), láta suðuna koma upp og slökkva svo undir.
Næstu daga er svo upplagt að bæta örlitlu vatni við og láta suðuna koma aftur upp.
Ekki er ráðlagt að hafa of margar tegundir í pottinum, betra er að velja nokkur uppáhalds.
Kryddin geta verið:
Negull,
negulnaglar,
múskat,
allrahanda,
einiber,
kanill,
vanilla,
engifer,
kardimommur,
anis,
einiber.

Auk kryddsins má nota appelsínu- eða mandarínubörk, epli í bátum, greni og eini.

Jólailmurinn er í huga flestra tengdur mat og einhverri ólýsanlegri vellíðan, ró og nánast sæluvímu.  „Jólailmurinn” er misjafn eftir löndum. Álitsgjafar í nokkrum löndum voru beðnir að nefna dæmi:

Þýskaland: Kanill og smákökur.
Brasilía: Það er uppskerutíminn, ávextir bera með sér jólalykt.
Sri Lanka: Kem ekki fyrir mig neinni sérstakri matarlykt eða kryddi, en flugeldalykt er mín hátíðalykt.
Perú: Súkkulaði
Spánn: Ilmurinn af heitum steiktum kastaníum.
Slóvakía: Ilmurinn af barrnálum.
Ítalía: Ilmurinn af nýbökuðu Panettone.

🍎

JÓLINKRYDDMANDARÍNUREPLI

JÓLAILMUR OG HÚSIÐ ANGAR

🍎

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Tíu vinsælustu uppskriftir sumarsins

Tíu vinsælustu uppskriftir sumarsins. Þegar líður að lokum sumars er gaman að horfa um öxl og skoða hvaða uppskriftir hafa verið vinsælastar í sumar. Það kemur kannski ekkert sérstaklega á óvart að fólk er duglegt að baka samkvæmt samantektinni. Ég er bæði alsæll og þakklátur, á hverjum degi eru nokkur þúsund heimsóknir á bloggið*  Svona er topp tíu listi sumarsins:

Blóðhreinsandi og hressandi drykkur

Blóðhreinsandi og mjög hressandi drykkur. Eitt af því fyrsta sem Elísabet næringarfræðingur hvatti mig breyta var að taka inn lýsi og blóðhreinsandi drykk á hverjum morgni. Satt best að segja varð mér ekki um sel þegar ég sá hvað er í honum en lét slag standa og bretti upp ermar... Það rifjaðist upp fyrir mér að ég hafði séð svona drykk í skrifum Hallgríms heitins Magnússonar læknis og e.t.v. fleiri. Fyrst var ég með nokkur korn af caynne pipar en núna er ég kominn upp í þriðjung úr teskeið. Drykkurinn er mjög hressandi og maður finnur hvernig blóðið flæðir um æðarnar af enn meiri krafti en áður - ég hvet ykkur til að prófa, amk í nokkra daga (helst lengur).

SaveSave