Jólailmur og húsið angar

Rauð jólaepli jólailmur jólalykt ilmur af jólum epli kanill eplalykt jólin
Rauð jólaepli

Jólailmur og húsið angar

Við sem erum komin á miðjan aldur mundum eftir fagurrauðu glansandi ilmsterkum jólaeplum. Í minningunni jafnast fátt á við þessa dásemd enda var þetta hinn eini sanni jólailmur… Það er sáraeinfalt að útbúa „jólailm” og láta húsið anga – þó hann jafnist auðvitað ekkert á við jólaeplailminn.

🍎

JÓLINKRYDDMANDARÍNUREPLIPANNETONE

🍎

Ráðið einfalda er að taka uppáhalds kryddin, kryddin sem við tengjum helst við jólin, setja í pott ásamt vatni (ekki hafa lokið á), láta suðuna koma upp og slökkva svo undir.
Næstu daga er svo upplagt að bæta örlitlu vatni við og láta suðuna koma aftur upp.
Ekki er ráðlagt að hafa of margar tegundir í pottinum, betra er að velja nokkur uppáhalds.
Kryddin geta verið:
Negull,
negulnaglar,
múskat,
allrahanda,
einiber,
kanill,
vanilla,
engifer,
kardimommur,
anis,
einiber.

Auk kryddsins má nota appelsínu- eða mandarínubörk, epli í bátum, greni og eini.

Jólailmurinn er í huga flestra tengdur mat og einhverri ólýsanlegri vellíðan, ró og nánast sæluvímu.  „Jólailmurinn” er misjafn eftir löndum. Álitsgjafar í nokkrum löndum voru beðnir að nefna dæmi:

Þýskaland: Kanill og smákökur.
Brasilía: Það er uppskerutíminn, ávextir bera með sér jólalykt.
Sri Lanka: Kem ekki fyrir mig neinni sérstakri matarlykt eða kryddi, en flugeldalykt er mín hátíðalykt.
Perú: Súkkulaði
Spánn: Ilmurinn af heitum steiktum kastaníum.
Slóvakía: Ilmurinn af barrnálum.
Ítalía: Ilmurinn af nýbökuðu Panettone.

🍎

JÓLINKRYDDMANDARÍNUREPLI

JÓLAILMUR OG HÚSIÐ ANGAR

🍎

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.