Jólailmur og húsið angar

Rauð jólaepli jólailmur jólalykt ilmur af jólum epli kanill eplalykt jólin
Rauð jólaepli

Jólailmur og húsið angar

Við sem erum komin á miðjan aldur mundum eftir fagurrauðu glansandi ilmsterkum jólaeplum. Í minningunni jafnast fátt á við þessa dásemd enda var þetta hinn eini sanni jólailmur… Það er sáraeinfalt að útbúa „jólailm” og láta húsið anga – þó hann jafnist auðvitað ekkert á við jólaeplailminn.

🍎

JÓLINKRYDDMANDARÍNUREPLIPANNETONE

🍎

Ráðið einfalda er að taka uppáhalds kryddin, kryddin sem við tengjum helst við jólin, setja í pott ásamt vatni (ekki hafa lokið á), láta suðuna koma upp og slökkva svo undir.
Næstu daga er svo upplagt að bæta örlitlu vatni við og láta suðuna koma aftur upp.
Ekki er ráðlagt að hafa of margar tegundir í pottinum, betra er að velja nokkur uppáhalds.
Kryddin geta verið:
Negull,
negulnaglar,
múskat,
allrahanda,
einiber,
kanill,
vanilla,
engifer,
kardimommur,
anis,
einiber.

Auk kryddsins má nota appelsínu- eða mandarínubörk, epli í bátum, greni og eini.

Jólailmurinn er í huga flestra tengdur mat og einhverri ólýsanlegri vellíðan, ró og nánast sæluvímu.  „Jólailmurinn” er misjafn eftir löndum. Álitsgjafar í nokkrum löndum voru beðnir að nefna dæmi:

Þýskaland: Kanill og smákökur.
Brasilía: Það er uppskerutíminn, ávextir bera með sér jólalykt.
Sri Lanka: Kem ekki fyrir mig neinni sérstakri matarlykt eða kryddi, en flugeldalykt er mín hátíðalykt.
Perú: Súkkulaði
Spánn: Ilmurinn af heitum steiktum kastaníum.
Slóvakía: Ilmurinn af barrnálum.
Ítalía: Ilmurinn af nýbökuðu Panettone.

🍎

JÓLINKRYDDMANDARÍNUREPLI

JÓLAILMUR OG HÚSIÐ ANGAR

🍎

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Salat með andakjöti

Salat með andakjöti. Salat eins og þetta getur auðveldlega verið aðalréttur. Það er fleira matur en feitt kjöt. Æskilegt er að fólk borði meira grænmeti, það er því kjörið að bera fram grænt salat eins og þetta með ekki of miklu af kjöti

SaveSave

Biscotti með kanil, negul og súkkulaði

Biscotti (ítalska og þýðir =tvíbakaðar) eru sætar, ítalskar tvíbökur, sem alltaf eru borðaðar með drykk, enda eru þær ansi harðar undir tönn. Ítalir bera stundum biscotti og rauðvínsglas með sem eftirrétt...

Pólynesíur – 1. sæti í smákökusamkeppni

Pólynesíur

Pólynesíur. Áhugi á smákökubakstri virðist síst minnka, hafandi verið í dómnefnd í nokkur ár má merkja breytingu þannig að í ár eru þær fjölbreyttari og allur frágangur er vandaðri. Dómnefndin var mjög samstíga í verðlaunasætunum og Kristín Arnórsdóttir vel að fyrsta sætinu komin í smákökusamkeppni Kornax árið 2016. „Flott og góð jólakaka sem bráðnar í munni. Smekkleg og falleg. Gott jafnvægi milli hráefnanna. Karamellan og kókosinn gera gæfumuninn.“ segir í ummælum dómnefndarinnar.