Marengsterta Margrétar

Gerður G. Bjarklind og Albert Marengsterta Margrétar marengs apríkósur rjómi
Marengsterta Margrétar

Marengsterta Margrétar

5 eggjahvítur
2 dl hvítur sykur
Þeytið vel og lengi saman, þar til er orðið létt
Klæðið bökunarplötur með smjörpappír og bakið tvo botna á 150°C í um 50 mín. Kælið

Á milli:
1/2 l rjómi
1 ds ferskjur.
Þeytið rjómann, takið svolítið frá til skrauts, og blandið helmningnum af ferskjunum saman við. Setjið annan marengsbotninn á tertudisk, setjið ferskjurjómann ofan á og loks hinn marengsinn ofan á. Skreytið með restinni af ferskjunum og þeytta rjómanum.
Best er að setja á kökuna um morgun þess dags, sem veizlan er. Kökuna er allt í lagi að baka tveim dögum áður.

GERÐUR G BJARKLINDMARENGSTERTURFERSKJURDÖÐLUTERTURSÚKKULAÐITERTURÚTVARPIÐ

📻

Gerður G. Bjarklind bakaði hina ljúffengu marengstertu Margrétar

📻

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Steinaldarbrauð

Steinaldarbraud

Steinaldarbrauð, glútenlaust.  Í upphaflegu uppskriftinn átti að vera möndlumjöl en því miður var það ekki til svo ég notaði rísmjöl. En brauðið bragðaðist afar vel og hér er uppskriftin lítillega breytt. Svo er nú gaman að segja frá því að brauðið er glútenlaust.