Marengsterta Margrétar

Gerður G. Bjarklind og Albert Marengsterta Margrétar marengs apríkósur rjómi
Marengsterta Margrétar

Marengsterta Margrétar

5 eggjahvítur
2 dl hvítur sykur
Þeytið vel og lengi saman, þar til er orðið létt
Klæðið bökunarplötur með smjörpappír og bakið tvo botna á 150°C í um 50 mín. Kælið

Á milli:
1/2 l rjómi
1 ds ferskjur.
Þeytið rjómann, takið svolítið frá til skrauts, og blandið helmningnum af ferskjunum saman við. Setjið annan marengsbotninn á tertudisk, setjið ferskjurjómann ofan á og loks hinn marengsinn ofan á. Skreytið með restinni af ferskjunum og þeytta rjómanum.
Best er að setja á kökuna um morgun þess dags, sem veizlan er. Kökuna er allt í lagi að baka tveim dögum áður.

GERÐUR G BJARKLINDMARENGSTERTURFERSKJURDÖÐLUTERTURSÚKKULAÐITERTURÚTVARPIÐ

📻

Gerður G. Bjarklind bakaði hina ljúffengu marengstertu Margrétar

📻

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Matur sem má borða með fingrunum

Matur sem má borða með fingrunum. Hver kannast ekki við að vera í veislu eða á veitingastað og langa til að nota guðsgafflana í staðinn fyrir hnífapörin? Það er ýmislegt sem við megum nota puttana við og er jafnvel æskilegra að nota þá en hnífapörin. Það er ákveðin stemning því samfara að nota fingurna. Það getur verið æskilegt að gestgjafi láti vita þegar hann býður heim hvað hann ætli að hafa svo fólk geti gert ráðstafanir eða komi ekki af fjöllum. Við viljum síður mæta í okkar fínasta og dýrasta dressi og eiga von á því að eitthvað slettist á okkur. Ef boðið er upp á mat sem gestir kunna ekki að „eiga við” þá er ágætt að hafa örstutta sýnikennslu. Munið bara að hafa vel af servíettum eða blauttuskum.