Marengskrans með Grand marnierkremi og súkkulaði

Viðhöfn viðhafnarterta Marengskrans með Grand marnierkremi og súkkulaði marengs marengsterta Bergþóra aradóttir neskaupstaður róm ítalía tertur eftirréttir
Marengskrans með Grand marnierkremi og súkkulaði

Marengskrans með Grand marnierkremi og súkkulaði

Á matarferð okkar til Rómarborgar fyrir nokkrum árum sagði Norðfirðingurinn Bergþóra Aradóttir frá viðhafnartertu sem hún bakar reglulega fyrir fjölskyldu og vini.  „Uppskriftin er úr ca 30 ára Gestgjafa en kremið (gula) er endurhannað og aðlagað. Stundum geri ég bara tvö lög þá eru sneiðarnar passlega stórar”

BERGÞÓRA ARADÓTTIRNESKAUPSTAÐURÍTALÍATERTUREFTIRRÉTTIRMATARBORGIRGRAND MARNIER

.

Bergþóra sker Marengskrans með Grand marnierkremi og súkkulaði

Marengskrans með Grand marnierkremi og súkkulaði

Marengs:
6 eggjahvítur, við stofuhita
½ tsk ,,cream of tartar
Salt á hnífsoddi
5 dl sykur

Marengs: Stillið ofninn á 150°C. Leggið örk af bökunarpappír á bökunarplötu og gerið hring. 28 cm þvermál á örkina. Teiknið annan hring 13 cm þvermál inn í þann stóra (Notið t.d. botn úr 28 cm tertumóti til að teikna stærri hringinn eftir og t.d. undirskál fyrir minni hringinn) Teiknið eins hringi á tvær arkir í viðbót. Þeytið saman eggjahvíturnar, cream of tartar og saltið í stórri skál. Bætið sykrinum smátt og smátt saman við og þeytið vel þar til blandan er stíf og hefur fengið á sig fallegan gljáa. Skiptið marengsdeiginu í þrjá jafna hluta. Setjið marengsinn í sprautupoka og sprautið hlutunum í hringina sem búið er að gera á bökunarpappírsarkirnar, byrjið innst. Bakið marengsinn í 1 klst slökkvið á ofninum og látið marengsinn vera i honum í nokkrar klst eða yfir nótt.

Grand Marnierkrem:
2 ½ dl + 2 msk sykur
10 eggjarauður
½ dl appelsínuþykkni
6 msk ferskur sítrónusafi (síið safann)
250 g mjúkt smjör
1 msk rifinn appelsínubörkur
2 msk Grand Marnier
2 ½ dl rjómi, þeyttur
Grand Marnierkrem: Setjið sykurinn, eggjarauðurnar, appelsínusafann, sítrónusafann og saltið í pott yfir lágum hita og hrærið vel saman. Hrærið í pottinum þar til kremið þykknar, u.þ.b. 20 mín. Kremið má alls ekki sjóða. Takið pottinn af hitanum og hrærið smjörinu í smábitum saman við kremið. Bætið appelsínuberkinum og líkjörnum saman við. Setjið kremið í skál og breiðið plast yfir, þrýstið því alveg ofan á kremið svo ekki myndist skán. Kremið má búa til allt að 2 dögum áður.

Súkkulaðikrem:
3 msk smjör
2 msk síróp
150 g suðusúkkulaði
2 tsk Grand Marnier
3msk sjóðandi vatn
Súkkulaðikrem: Bræðið smjörið í góðum skaftpotti yfir meðalhita. Bætið sírópinu saman við og látið sjóða í 1 mín., hrærið stöðugt í pottinum á meðan. Takið pottinn af hitanum og hrærið súkkulaðinu og líkjörnum saman við. Hrærið þar til kremið er kekkjalaust. Hrærið sjóðanndi vatninu saman við.

Samsetning og skraut.
Afhýðið appelsínurnar (nota má niðursoðnar mandarínur, það er talsverð vinna að afhýða appelsínulaufin). Losið appelsínulaufin varlega í sundur og fjarlægið himnuna utan af þeim. Losið marengshringina varlega af bökunarpappírnum. Setjið einn hring á kringlótt fat. Smyrið helmingnum af appelsínukreminu á hringinn og setjið helminginn af þeytta rjómanum ofan á kremið. Setjið annan hring ofan á, smyrjið hann með hinum helmingnum af kreminu og þeytta rjómanum. Leggið þriðja hringinn ofan á og smyrjið hahnn varlega með súkkulaðikreminu setjið marengshrinignn í kæli og látið hann standa yfir nótt svo marengsinn nái að mýkjast.

Skreyting
Jarðaber, kiwi og fersk mynta til skrauts
3 msk appelsínumarmelaði
1msk Grand Mariner

Skreytið hringinn rétt fyrir framreiðslu með appelsínulaufum, litlum ræmum af appelsínuberki, ferskum ávöxtum eftir smekk og myntulaufum ef þau eru fáanleg. Hitið saman appelsínumarmelaði og Grand Marnier í litlum potti. Penslið ávextina með þessari blöndu. Berið hringinn fram kaldan með viðbótar þeyttum rjóma ef vill.

ATH
Viðauki sem vonandi þarf ekki að nota.
Appelsínusafi ef þú færð ekki þykkni.
2,5 dl. Appelsínusafi sjóða niður um helming.
0,5 dl. Í krem (þykkni)

.

BERGÞÓRA ARADÓTTIRNESKAUPSTAÐURÍTALÍATERTUREFTIRRÉTTIRMATARBORGIRGRAND MARNIER

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.