Viðhafnarveisla Margrétar drottningar

Viðhafnarveisla Margrétar Þórhildar drottningar fyrir nánustu fjölskyldu danadrottning danmörk danska drottningin royal veisla matarboð royalistar drottning kaupmannahöfn
Viðhafnarveisla Margrétar Þórhildar drottningar fyrir nánustu fjölskyldu

Viðhafnarveisla Margrétar drottningar

Í tilefni hálfrar aldar krýningarafmælis Margrétar Þórhildar bauð drottningin nánustu fjölskyldu til veislu í Amalienborg. Þar var öllu til tjaldað og Flora Danica matarstellið dýrmæta notað. Það var síðast notað í 80 ára afmæli Ingiríðar drottningar árið 1990.

🇩🇰

MARGRÉT ÞÓRHILDURDANMÖRK — DROTTNINGAR — ROYALINGIRÍÐARTERTAN

🇩🇰

Flora Danica matarstellið

Flora Danica

Flora Danica matarstellið var framleitt í lok 18. aldar í Konunglegu postulínsverksmiðjunni (Den Kongelige Porcelainsfabrik) í Kaupmannahöfn og var skreytt plöntum úr danska konungsríkinu í raunstærð, handmáluð samkvæmt bókinni “Flora Danica” frá 1761. Sagt að matarstellið hafi verið hugsað sem gjöf frá Kristjáni VII til Katrínar II keisaraynju af Rússlandi (Katrínar miklu), en þegar keisaraynjan lést árið 1796 áður en stellið var fullgert, lét konungur það ekki af hendi.

🇩🇰

Flora Danica matarstellið

Matarstellið samanstóð af 1.800 hlutum, þar af eru 1.500 hlutar enn til og eru sýndir í Rosenborgarkastala og á veggjum í herberginu “Rosen” í höll Kristjáns VII. Árið 1862 hófst framleiðsla að nýju á Flora Danica matarstellinu, sem í dag er það eina af borðbúnaði Konunglegu postulínsverksmiðjunnar sem framleiddur er í Danmörku.

🇩🇰

Myndirnar eru af: Kongehuset.dk

MARGRÉT ÞÓRHILDURDANMÖRK — DROTTNINGAR — ROYALINGIRÍÐARTERTAN

🇩🇰

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Gulrótarhummus Diddúar

Gulrótarhummus Diddúar. Söngkonan Sigrún Hjálmtýsdóttir bauð heim á dögunum, þegar Diddú býður heim þá er veisla - stórveisla og mikið af öllu og eins gott að mæta ekki þangað saddur. Ég byrjaði á því að ganga á Esjuna og þaðan inn í Mosfellsdalinn til Diddúar. Þegar þangað var komið var ég auðvitað banhungraður :)

Tíu mest skoðuðu borðsiðafærslurnar

Tíu mest skoðuðu borðsiðafærslurnar. Í upphafi ársins 2016setti ég mér það markmið að skrifa færslu um borðsiði og birta á föstudögum allt árið. Þetta gekk eftir. Fjölmargir veittu aðstoð, lásu yfir og gáfu góð ráð. Öllu þessu fólki er ég afar þakklátur. Sjálfur hef ég lært mjög margt á þessum skrifum. Þó borðsiðir okkar Íslendinga séu almennt séð mjög góðir er eitt og annað sem má laga.

Karrýsúpa með eplum og hrísgrjónum

Karrýsúpa - DSC01800

Karrýsúpa með eplum og hrísgrjónum. Matarást mín á eldabuskunum í vinnunni er alveg takmarkalaus. Núna var það Andrea sem eldaði karrýsúpu með eplum og hrísgrjónum. Mjöööög góð súpa, bragðmikil án þess þó að vera sterk. Ó hvað það er gaman að borða góðan mat - súpur eru sko líka matur :)