Viðhafnarveisla Margrétar drottningar
Í tilefni hálfrar aldar krýningarafmælis Margrétar Þórhildar bauð drottningin nánustu fjölskyldu til veislu í Amalienborg. Þar var öllu til tjaldað og Flora Danica matarstellið dýrmæta notað. Það var síðast notað í 80 ára afmæli Ingiríðar drottningar árið 1990.
🇩🇰
— MARGRÉT ÞÓRHILDUR — DANMÖRK — DROTTNINGAR — ROYAL — INGIRÍÐARTERTAN —
🇩🇰
Flora Danica
Flora Danica matarstellið var framleitt í lok 18. aldar í Konunglegu postulínsverksmiðjunni (Den Kongelige Porcelainsfabrik) í Kaupmannahöfn og var skreytt plöntum úr danska konungsríkinu í raunstærð, handmáluð samkvæmt bókinni “Flora Danica” frá 1761. Sagt að matarstellið hafi verið hugsað sem gjöf frá Kristjáni VII til Katrínar II keisaraynju af Rússlandi (Katrínar miklu), en þegar keisaraynjan lést árið 1796 áður en stellið var fullgert, lét konungur það ekki af hendi.
🇩🇰
Matarstellið samanstóð af 1.800 hlutum, þar af eru 1.500 hlutar enn til og eru sýndir í Rosenborgarkastala og á veggjum í herberginu “Rosen” í höll Kristjáns VII. Árið 1862 hófst framleiðsla að nýju á Flora Danica matarstellinu, sem í dag er það eina af borðbúnaði Konunglegu postulínsverksmiðjunnar sem framleiddur er í Danmörku.
🇩🇰
Myndirnar eru af: Kongehuset.dk
— MARGRÉT ÞÓRHILDUR — DANMÖRK — DROTTNINGAR — ROYAL — INGIRÍÐARTERTAN —
🇩🇰