Viðhafnarveisla Margrétar drottningar

Viðhafnarveisla Margrétar Þórhildar drottningar fyrir nánustu fjölskyldu danadrottning danmörk danska drottningin royal veisla matarboð royalistar drottning kaupmannahöfn
Viðhafnarveisla Margrétar Þórhildar drottningar fyrir nánustu fjölskyldu

Viðhafnarveisla Margrétar drottningar

Í tilefni hálfrar aldar krýningarafmælis Margrétar Þórhildar bauð drottningin nánustu fjölskyldu til veislu í Amalienborg. Þar var öllu til tjaldað og Flora Danica matarstellið dýrmæta notað. Það var síðast notað í 80 ára afmæli Ingiríðar drottningar árið 1990.

🇩🇰

MARGRÉT ÞÓRHILDURDANMÖRK — DROTTNINGAR — ROYALINGIRÍÐARTERTAN

🇩🇰

Flora Danica matarstellið

Flora Danica

Flora Danica matarstellið var framleitt í lok 18. aldar í Konunglegu postulínsverksmiðjunni (Den Kongelige Porcelainsfabrik) í Kaupmannahöfn og var skreytt plöntum úr danska konungsríkinu í raunstærð, handmáluð samkvæmt bókinni “Flora Danica” frá 1761. Sagt að matarstellið hafi verið hugsað sem gjöf frá Kristjáni VII til Katrínar II keisaraynju af Rússlandi (Katrínar miklu), en þegar keisaraynjan lést árið 1796 áður en stellið var fullgert, lét konungur það ekki af hendi.

🇩🇰

Flora Danica matarstellið

Matarstellið samanstóð af 1.800 hlutum, þar af eru 1.500 hlutar enn til og eru sýndir í Rosenborgarkastala og á veggjum í herberginu “Rosen” í höll Kristjáns VII. Árið 1862 hófst framleiðsla að nýju á Flora Danica matarstellinu, sem í dag er það eina af borðbúnaði Konunglegu postulínsverksmiðjunnar sem framleiddur er í Danmörku.

🇩🇰

Myndirnar eru af: Kongehuset.dk

MARGRÉT ÞÓRHILDURDANMÖRK — DROTTNINGAR — ROYALINGIRÍÐARTERTAN

🇩🇰

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.