Döðlu- og súkkulaðiterta

Albert með heiðurshjónunum Sveini og Gerði G. Bjarklind súkkulaðitert döðlu- og súkkulaðiterta útvarpið
Með heiðurshjónunum Sveini og Gerði G. Bjarklind, hún bakaði döðlu- og súkkulaðitertuna góðu

Döðlu- og súkkulaðiterta

1 b sykur
2 egg
3 msk hveiti
1 b döðlur
3 msk vatn
1/2 b brytjað suðusúkkulaði (56%)
1/2 b kornflögur
1 tsk lyftiduft
1 tsk vanilludropar

Brytjið döðlur gróft og sjóðið í vatninu í 5 mín. Látið kólna. Hrærið vel saman eggjum og sykri. Bætið við hveiti súkkulaði, kornflexi, lyftidufti og vanillu. Setjið loks döðlumaukið saman við og bakið í tveimur tertuformum í 45 mín. við 150°C.
Setjið botnana saman með vel af apríkósusultu á milli.

Súkkulaðikrem:
70 g 76% súkkulaði
1 msk síróp
1 msk smjör
Bræðið saman í potti og hellið yfir kökuna. Skreytið með jarðarberjum.

Á hliðarnar: Ég setti pecanhnetur, valhnetur í matvinnsluvél, þar til þær voru orðnar mjúkar. Ég hitaði smjör og rjóðaði möndlumassann saman við og smurði massanum á kökuhliðina, þjappaði á með fingrum, þar til massinn var orðinn fastur og þéttur. Þá hellti ég súkkulaðinu, volgu yfir kökuna, þannig að súkkulaðið læki niður á massann og svo skreytti ég.

Fallega og bragðgóða döðlu- og súkkulaðiterta Gerðar G. Bjarklind

— GERÐUR G BJARKLIND — MARENGS TERTUR —  DÖÐLUTERTUR — SÚKKULAÐITERTUR — ÚTVARPIР—

📻📻

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Heit súkkulaðiterta

Heit súkkulaðiterta. Heiðurshjónin Kristján og Ragna buðu uppá ljúffenga heita súkkulaðitertu, hún var borin fram með rjómaís og ferskum ávöxtum. Tertan var svo bragðgóð (eða gestirnir gráðugir) að það fórst fyrir að taka mynd af henni áður en við byrjuðum að borða

SÚKKULAÐIsmákökur með hnetum

Súkkulaðismákökur með hnetum

SÚKKULAÐIsmákökur með hnetum. Nú er ég algjörlega að missa mig í súkkulaðinu, ofurgóða súkkulaðinu. Í þessar kökur má nota hvaða tegund af hnetum sem fólk vill, ber eða fræ. Njótið vel með kaffi eða ís eða……

Bazaar Oddsson veitingahús

Bazaar dscf3877 Bazaar dscf3922

Bazaar Oddsson veitingahús. Veitingastaðurinn Bazaar er á jarðhæðinni í JL húsinu, en á efri hæðum er Oddsson hótel/hostel sem opnaði í sumar. Bazaar er stór og rúmgóður veitingastaður og kaffihús. Staðurinn skiptist í fjögur svæði, kaffihús, bistro, bar og fínni restaurant.