Auglýsing
Albert með heiðurshjónunum Sveini og Gerði G. Bjarklind súkkulaðitert döðlu- og súkkulaðiterta útvarpið
Með heiðurshjónunum Sveini og Gerði G. Bjarklind, hún bakaði döðlu- og súkkulaðitertuna góðu

Döðlu- og súkkulaðiterta

1 b sykur
2 egg
3 msk hveiti
1 b döðlur
3 msk vatn
1/2 b brytjað suðusúkkulaði (56%)
1/2 b kornflögur
1 tsk lyftiduft
1 tsk vanilludropar

Brytjið döðlur gróft og sjóðið í vatninu í 5 mín. Látið kólna. Hrærið vel saman eggjum og sykri. Bætið við hveiti súkkulaði, kornflexi, lyftidufti og vanillu. Setjið loks döðlumaukið saman við og bakið í tveimur tertuformum í 45 mín. við 150°C.
Setjið botnana saman með vel af apríkósusultu á milli.

Auglýsing

Súkkulaðikrem:
70 g 76% súkkulaði
1 msk síróp
1 msk smjör
Bræðið saman í potti og hellið yfir kökuna. Skreytið með jarðarberjum.

Á hliðarnar: Ég setti pecanhnetur, valhnetur í matvinnsluvél, þar til þær voru orðnar mjúkar. Ég hitaði smjör og rjóðaði möndlumassann saman við og smurði massanum á kökuhliðina, þjappaði á með fingrum, þar til massinn var orðinn fastur og þéttur. Þá hellti ég súkkulaðinu, volgu yfir kökuna, þannig að súkkulaðið læki niður á massann og svo skreytti ég.

Fallega og bragðgóða döðlu- og súkkulaðiterta Gerðar G. Bjarklind

— GERÐUR G BJARKLIND — MARENGS TERTUR —  DÖÐLUTERTUR — SÚKKULAÐITERTUR — ÚTVARPIР—

📻📻