Scones – enskar skonsur

1
Auglýsing
Scones. því miður veit ég ekki hvort til er gott íslenskt nafn yfir þær – amk gengur ekki að tala um skonsur england enskur matur
Scones, því miður veit ég ekki hvort til er gott íslenskt nafn yfir þær – tja ekki nema þá enskar skonsur.

Scones – enskar skonsur

Þeir sem hafa farið í Afternoon Tea þekkja Scones. Því miður veit ég ekki hvort til er gott íslenskt nafn yfir þær – amk gengur varka að tala um skonsur. Kannski fer best á að kalla þær enskar skonsur. Afternoon Tea er aldagamall siður og fylgja ýmsar skráðar og óskráðar „reglur” sem fólk er beðið að virða og fara eftir. Ein reglan er að ekki má skera scones í sundur með hnífi heldur á að snúa þær í sundur, síðan er hvor helmingurinn smurður og borðaður aðskilinn frá hinum (ekki búa til samloku).

Ekki veit ég hversu oft ég var búinn að fara í Afternoon Tea áður en ég vissi af þessum „reglum”. Það er eins með þetta og annað, um leið og við þekkjum og tileinkum okkur siðina/reglurnar/borðsiðina/kurteisina (eða hvað það nú er) þá verður allt auðveldara, frjálslegra og afslappaðra.

Auglýsing

SCONESSKONSURHIGH TEAROYALENGLAND

.

Scones – enskar skonsur

500 g hveiti

110 g smjör

2 msk lyftiduft

2 msk sykur

¼ msk salt

Sett í matvinnsluvél, en vinnið smávegis á eftir með höndunum með örlitlu vatni til að deigið haldist saman.

150 g rúsínur (eða bláber) (má sleppa)

appelsínubörkur

350 g mjólk

Hrærið með skeið og eltið svolítið með höndum.

Búið til 3 cm rúllu og skerið með beittum hníf, með 5 cm millibili.

Setjið á bökunarplötu með pappír og penslið með eggi. 180°C í 20 mín.

Þeytið sýrðan rjóma eða mascarpone með rjóma og berið fram með lemon curd og sultum.

.

SCONESSKONSURROYALENGLAND

— SCONES —

.

Fyrri færslaAfmæliskringla
Næsta færslaGrillaðar paprikur

1 athugasemd

  1. Sæll Albert.
    Þar sem þú segir “Búið til 3 cm rúllu og skerið með beittum hníf, með 5 cm millibili.” áttu þá við að rúllan sé 3 cm að þykkt og sneiðarnar 5 cm þykkar? Læturðu síðan skurðflötinn snúa niður á bökunarplötuna eða snýr “kakan” á lengdina?
    Ég á gamla scone – uppskrift úr dönsku blaði þar sem deigið er flatt út og tekið undan glasi. Þær scones voru frekar þurrar og þurfti að borða volgar til að eitthvað væri í þær varið. Hlakka til að prófa þessar.
    Kær kveðja,
    Dagný Zoega

Comments are closed.