Scones – enskar skonsur
Þeir sem hafa farið í High Tea þekkja Scones. Því miður veit ég ekki hvort til er gott íslenskt nafn yfir þær – amk gengur varka að tala um skonsur. Kannski fer best á að kalla þær enskar skonsur. Afternoon Tea / High Tea er aldagamall siður og fylgja ýmsar skráðar og óskráðar „reglur” sem fólk er beðið að virða og fara eftir. Ein reglan er að ekki má skera scones í sundur með hnífi heldur á að snúa þær í sundur, síðan er hvor helmingurinn smurður og borðaður aðskilinn frá hinum (ekki búa til samloku).
Ekki veit ég hversu oft ég var búinn að fara í High Tea áður en ég vissi af þessum „reglum”. Það er eins með þetta og annað, um leið og við þekkjum og tileinkum okkur siðina/reglurnar/borðsiðina/kurteisina (eða hvað það nú er) þá verður allt auðveldara, frjálslegra og afslappaðra.
— SCONES — SKONSUR — HIGH TEA — ROYAL — ENGLAND —
.
Scones – enskar skonsur
500 g hveiti
110 g smjör
2 msk lyftiduft
2 msk sykur
¼ msk salt
Sett í matvinnsluvél, en vinnið smávegis á eftir með höndunum með örlitlu vatni til að deigið haldist saman.
150 g rúsínur (eða bláber) (má sleppa)
appelsínubörkur
350 g mjólk
Hrærið með skeið og eltið svolítið með höndum.
Búið til 3 cm rúllu og skerið með beittum hníf, með 5 cm millibili.
Setjið á bökunarplötu með pappír og penslið með eggi. 180°C í 20 mín.
Þeytið sýrðan rjóma eða mascarpone með rjóma og berið fram með lemon curd og sultum.
.
— SCONES — SKONSUR — HIGH TEA — ROYAL — ENGLAND —
.