Auglýsing
appelsínukaka með súkkulaðikremi terta núpur berufjörður appelsínur súkkulaðikrem kókosmjöl bogga á núpi núpur vilborg friðriksdóttir
Appelsínukaka með súkkulaðikremi

Appelsinukaka

Bogga frænka mín á Núpi bakaði þessa undurgóðu Appelsínuköku og bauð í kaffi. Ömmustelpan hennar Helena Draumey plokkaði kremið ofan af tertunni og borðaði af mikilli áfergju #auðvitaðsegjaömmurekkertþegarbarnabörninborðabarakremiðaftertum

VILBORG FRIÐRIKSDÓTTIR — BANANABRAUР— BRAUÐKAFFIMEÐLÆTI— KAFFIBOР— BERUFJÖRÐURBANANAR APPELSÍNUKÖKUR

.

Appelsínukaka

200 g sykur
2 stk egg
1 dl mjólk
100 g smjör
200 g hveiti
1/2 msk lyftiduft
Börkur af einni appelsínu

Krem

300 g suðusúkkulaði
2 msk appelsínusafi
30 g smjör

Sykur og egg þeytt vel saman. Smjörið brætt og sett út í ásamt restinni af hráefnunum.
Sett í 26 cm hringform, bakað við 180° í 35-40 mín. Súkkulaði, smjör og appelsínusafinn brætt saman þar til orðið kekklaust og smurt svo yfir botninn þegar hann er orðinn kaldur.

🍊

VILBORG FRIÐRIKSDÓTTIR — BANANABRAUР— BRAUÐKAFFIMEÐLÆTI— KAFFIBOР— BERUFJÖRÐURBANANAR APPELSÍNUKÖKUR

— APPELSÍNUKÖKURBOGGUUPPSKRIFTIR

🍊

appelsínukaka með súkkulaðikremi Bogga Vilborg Friðriksdóttir núpur Kolbrún Rós Helena Draumey
Bogga, Helena Draumey og Kolbrún Rós

🍊

— APPELSÍNUKAKA MEÐ SÚKKULAÐIKREMI —

🍊

Auglýsing