Brún rúlluterta með smjörkremi

Brún rúlluterta með smjörkremi bogga á núpi núpur berufjörður kaffiboð vilborg friðriksdóttir núpur smjörkrem íslenskt kaffimeðlæti
Brún rúlluterta með smjörkremi

Brún rúlluterta með smjörkremi

Brúna rúllutertan var á boðstólnum í glæsilegu kaffiboði hjá Boggu á NúpiKlárlega ein af þeim betri

VILBORG FRIÐRIKSDÓTTIRAPPELSÍNUKAKAKAFFIJÓGÚRTKÖKURBANANABRAUÐDÖÐLUGOTT MEÐ TVISTI

.

Brún rúlluterta með smjörkremi

3 egg

100 gr sykur

60 g hveiti

1 1/2 msk kartöflumjöl

2 tsk kakó

1/2 tsk matarsódi

Smjörkrem

150 gr smjör

100 gr smjörlíki

230 gr flórsykur

1 egg

1 tsk vanilludropar

Egg og sykur er þeytt vel saman í ca. 10 mín. Þurrefnin sett varlega út í og blandað með sleikju. Deiginu smurt á plötu og bakað við 230° í 6-7 mín.
Krem: Öllu blandað saman og hrært í öðrum gír í ca. 12-15 mín, minna eftir því sem smjörið er mjúkt, því kaldara þeim mun lengur þarf að hræra. Smyrjið á botninn þegar hann er orðinn kaldur og rúllið honum upp.

— KAFFIBOÐRÚLLUTERTURBOGGUUPPSKRIFTIR

.

Bogga, Helena Draumey og Kolbrún Rós
Bogga, Helena Draumey og Kolbrún Rós
Glæsilegt kaffiborð á Núpi

☕️

VILBORG FRIÐRIKSDÓTTIRAPPELSÍNUKAKAKAFFIJÓGÚRTKÖKURBANANABRAUÐDÖÐLUGOTT MEÐ TVISTI

— BRÚN RÚLLUTERTA MEÐ SMJÖRKREMI —

☕️

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.