Borst rauðrófusúpan – Úkraínska þjóðarsúpan – Український борщ з пампушками
Borst rauðrófusúpan er þjóðarréttur Úkraínu og er talinn upprunnin þar, þó að margar aðrar þjóðir vilji gjarnan eigna sér hana. Hún er ekki bara algengur réttur á borðum í Úkraínu, hún er sameiningartákn. Ilmurinn er lokkandi og býður upp á notalega hlýju og friðartilfinningu. Alexandra Chernyshova, söngkona og vinkona mín frá Úkraínu, segir að það verði að vera Pampushky hvítlauksbrauð með.
🇺🇦
— ÚKRAÍNA — SÚPUR — RAUÐRÓFUR — KJÖTSÚPUR — HVÍTLAUKSBRAUÐ — BRAUÐ —
🇺🇦
Borsh súpa
500 g svínarif
1 kg tómatar, saxaðir smátt
2 b hvítkál
3-4 rauðrófur
1 búnt steinselja, söxuð
2-3 gulrætur
6 meðalstórar kartöflur
1 rauð paprika
2 laukar
1 hvítlaukur
1 dl saxaður graslaukur
olía
safi úr tveimur sítrónum
Setjið kjötið í pott og tvo lítra af vatni yfir. Sjóðið í 2 klst. Veiðið skánina ofan af.
Veiðið kjötið upp úr pottinum og setjið á disk.
Flysjið kartöflurnar, skerið í litla bita og setjið ofan í pottinn.
Flysjið rauðrófur, skerið í lilta bita og steikið í 2 msk af olíu á pönnu. Þegar þær eru steiktar hellið yfir sítrónusafa.
Skerið lauk og bætið við á pönnuna. Þá steinselju, gulrætur og papriku og bætið saman við.
Skerið kál og setjið það í vatnið, látið sjóða í 20 mín.
Bætið loks við grænmetinu af pönnunni og látið sjóða í 10 mín.
Bætið tómötum við súpuna.
Bætið við salti, 3-4 tsk af sykri, hvítlauk og graslauk.
Bætið kjötinu saman við súpuna. Látið suðuna koma upp, slökkvið undir og látið standa í 15-20 mín áður en hún er borin á borð.
Berið fram með sýrðum rjóma og steinselju.
🇺🇦
— ÚKRAÍNA — SÚPUR — RAUÐRÓFUR — KJÖTSÚPUR — HVÍTLAUKSBRAUÐ — BRAUÐ —
🇺🇦