Pampushky hvítlauksbrauð – пампушка

Pampushky hvítlausksbrauð - пампушка. úkraína brauð úkraínskur matur
Pampushky hvítlausksbrauð – пампушка.

Pampushky hvítlausksbrauð – пампушка.

Alveg sjúklega gott brauð. Í úkraínsku er orðið pampushka notað til að lýsa glæsilegri íturvaxinni konu. Pam-poo-shka! Pampushky brauð er venjulega borið fram með borsh súpu / rauðrófusúpu.

🇺🇦

BORSH SÚPA

— ÚKRAÍNA  — BRAUÐHVÍTLAUKSBRAUÐ

🇺🇦

Pampushki með borsh súpu

1 dl mjólk eða vatn
1 msk smjör
10 g ger
200 g hveiti
1 tsk sykur
1/2 tsk salt

Það sem fer að ofan á brauðið:
1 eggjarauða eða 1 msk vatn
4 hvítlaukar
steinselja eða dill

Aðferð:
Leysið gerið upp í skál með mjólk eða vatni.
Bætið rest­inni af hrá­efn­un­um sam­an við. Hrærið sam­an með skeið. Setjið hreint viska­stykki yfir skál­ina og látið standa í 30 mínútur.
Búið til meðalstórar kúlur og setjið í bökunaform/ bökunaskál eða muffins form.
Leyfið kúlum aðeins standa, svona í 10 mín.
Hrærið saman eggjarauður eða vatn með það sem fara ofan á pampushka og setja varlega á toppin hverja kúlu.
Setja pampushka í ofn sem er 180°C og bakið í ca 25 mínútur þar til það verður fallega sólbrúnt.

🇺🇦

BORSH SÚPA

— ÚKRAÍNA  — BRAUÐHVÍTLAUKSBRAUÐ

PAMPUSHKY

🇺🇦

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.