Borst rauðrófusúpan – Úkraínska þjóðarsúpan – Український борщ з пампушками

Borst rauðrófusúpan - Alexandra Chernyshova Úkraínska þjóðarsúpan úkraína úkraínskur matur
Borst rauðrófusúpan – Úkraínska þjóðarsúpan – Український борщ з пампушками

Borst rauðrófusúpan – Úkraínska þjóðarsúpan – Український борщ з пампушками

Borst rauðrófusúpan er þjóðarréttur Úkraínu og er talinn upprunnin þar, þó að margar aðrar þjóðir vilji gjarnan eigna sér hana. Hún er ekki bara algengur réttur á borðum í Úkraínu, hún er sameiningartákn. Ilmurinn er lokkandi og býður upp á notalega hlýju og friðartilfinningu. Alexandra Chernyshova, söngkona og vinkona mín frá Úkraínu, segir að það verði að vera Pampushky hvítlauksbrauð með.

🇺🇦

— ÚKRAÍNA  — SÚPURRAUÐRÓFURKJÖTSÚPURHVÍTLAUKSBRAUÐBRAUÐ

🇺🇦

Borst rauðrófusúpan – Úkraínska þjóðarsúpan – Український борщ з пампушками

Borsh súpa

500 g svínarif
1 kg tómatar, saxaðir smátt
2 b hvítkál
3-4 rauðrófur
1 búnt steinselja, söxuð
2-3 gulrætur
6 meðalstórar kartöflur
1 rauð paprika
2 laukar
1 hvítlaukur
1 dl saxaður graslaukur
olía
safi úr tveimur sítrónum

Setjið kjötið í pott og tvo lítra af vatni yfir. Sjóðið í 2 klst. Veiðið skánina ofan af.
Veiðið kjötið upp úr pottinum og setjið á disk.
Flysjið kartöflurnar, skerið í litla bita og setjið ofan í pottinn.
Flysjið rauðrófur, skerið í lilta bita og steikið í 2 msk af olíu á pönnu. Þegar þær eru steiktar hellið yfir sítrónusafa.
Skerið lauk og bætið við á pönnuna. Þá steinselju, gulrætur og papriku og bætið saman við.
Skerið kál og setjið það í vatnið, látið sjóða í 20 mín.
Bætið loks við grænmetinu af pönnunni og látið sjóða í 10 mín.
Bætið tómötum við súpuna.
Bætið við salti, 3-4 tsk af sykri, hvítlauk og graslauk.
Bætið kjötinu saman við súpuna. Látið suðuna koma upp, slökkvið undir og látið standa í 15-20 mín áður en hún er borin á borð.

Berið fram með sýrðum rjóma og steinselju.

🇺🇦

Pampushky hvítlauksbrauð

— ÚKRAÍNA  — SÚPURRAUÐRÓFURKJÖTSÚPURHVÍTLAUKSBRAUÐBRAUÐ

BORSH RAUÐRÓFUSÚPA

🇺🇦

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.