Fiskbollur – hin klassíska góða uppskrift

Fiskibollur, fiskbollur - hin klassíska góða uppskift við matreiðum anna gísladóttir bryndís steinþórsdóttir
Fiskibollur, fiskbollur – hin klassíska góða uppskift úr bókinni Við matreiðum

Fiskbollur – hin klassíska góða uppskift

Sú bók sem hefur fylgt mér hvað lengst er Við matreiðum eftir Önnu Gísladóttur og Bryndísi Steinþórsdóttur. Hér er fiskibolluuppskriftin úr þeirri bók, aðeins umorðuð. Algjörlega skotheld uppskrift sem klikkar bara ekki. Fiskbollur eða fiskibollur 🙂

🐟

FISKURFISKBOLLUR  — FISKUR Í OFNIVIÐ MATREIÐUMFASBÓKBOLLUR

🐟

Fiskhakkinu skipt upp í fjóra hluta og hveiti og kartöflumjöli bætt við – ath að fjórði parturinn sem er tekinn frá er síðan notaður þegar ölu er hrært saman.

Fiskibollur

5-600  hakkaður fiskur
1 – 1 1/2 tsk salt
1/2 tsk pipar
1 1/2 laukur, saxaður smátt (eða hakkaður með fiskinum)
1/2 tsk múskat
1/2 tsk hvítlaukssalt
4 msk hveiti
2-3 msk kartöflumjöl
2 egg
2 -3 dl mjólk

Hrærið fiskhakkið í hrærivél með lauk og kryddi.
Sléttið yfir deigið í skálinni og skiptið í fjóra jafna hluta. Takið einn hlutann upp og látið hveiti og kartöflumjöl í staðinn eða mælið mjöltegundirnar eins og sagt er í uppskriftinni.
Hrærið áfram og bætið eggi og mjólk smátt og smátt saman við.
ATH. að mjólkurhlutfallið fer eftir því í hvað á að nota deigið, þ.e. þykkast í soðnar bollur, aðeins þynnra í steiktar bollur og þynnst í fiskbúðing. Látið deigið bíða nokkra stund eftir að það hefur verið hrært og bætið vökva í ef þarf.

🐟

FISKBOLLUR – FISKIBOLLUR

🐟

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Gulrótakaka Aldísar frænku

Gulrótarkaka Aldísar frænku. Sumar kökur eru betri en aðrar segir Eyjólfur Eyjólfsson söngvari.  „Gulrótarkaka móðursystur minnar er sú kaka sem ég kannski held mest upp á – ef til vill vegna þess að hún er í senn hátíðleg og ósköp hversdagsleg. Þó svo að móðir mín sé þekkt fyrir íburðarmiklar stríðstertur hef ég yfirleitt hneigst meira til kökubaksturs eins og ég kynntist í sveit sem strákur. Þá á ég að sjálfsögðu ekki við sunnudagshnallþórurnar heldur hinar stóísku og yfirveguðu jóla- og marmakökur sem gengu í svo til heilagt hjónaband með ógerilsneyddri kúamjólkinni.