Fiskbollur – hin klassíska góða uppskift
Sú bók sem hefur fylgt mér hvað lengst er Við matreiðum eftir Önnu Gísladóttur og Bryndísi Steinþórsdóttur. Hér er fiskibolluuppskriftin úr þeirri bók, aðeins umorðuð. Algjörlega skotheld uppskrift sem klikkar bara ekki. Fiskbollur eða fiskibollur 🙂
🐟
— FISKUR — FISKBOLLUR — FISKUR Í OFNI – VIÐ MATREIÐUM — FASBÓK — BOLLUR —
🐟
Fiskibollur
5-600 hakkaður fiskur
1 – 1 1/2 tsk salt
1/2 tsk pipar
1 1/2 laukur, saxaður smátt (eða hakkaður með fiskinum)
1/2 tsk múskat
1/2 tsk hvítlaukssalt
4 msk hveiti
2-3 msk kartöflumjöl
2 egg
2 -3 dl mjólk
Hrærið fiskhakkið í hrærivél með lauk og kryddi.
Sléttið yfir deigið í skálinni og skiptið í fjóra jafna hluta. Takið einn hlutann upp og látið hveiti og kartöflumjöl í staðinn eða mælið mjöltegundirnar eins og sagt er í uppskriftinni.
Hrærið áfram og bætið eggi og mjólk smátt og smátt saman við.
ATH. að mjólkurhlutfallið fer eftir því í hvað á að nota deigið, þ.e. þykkast í soðnar bollur, aðeins þynnra í steiktar bollur og þynnst í fiskbúðing. Látið deigið bíða nokkra stund eftir að það hefur verið hrært og bætið vökva í ef þarf.
🐟
🐟