Döðlur með Gorgonzola

 

Döðlur með Gorgonzola
Döðlur með Gorgonzola

Döðlur með Gorgonzola

Uppáhaldsosturinn minn um þessar mundir (og alla þessa öld…) er Gorgonzola, silkimjúkur, örlítið saltur og dásamlega bragðgóður þegar hann er passlega þroskaður. Þó Gorgonzolafylltar döðlur hljómi etv framandi í sumra eyrum, ættuð þið að prófa. Það er auðveldast að eiga við döðlurnar í kössunum, þær eru passlega mjúkar. Döðlurnar má útbúa með nokkurra klst fyrirvara og bera fram við stofuhita (eldhússhita).

GORGONZOLADÖÐLUR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Ávaxtakaka með pistasíum

Ávaxtakaka með pistasíum

Ávaxtakaka með pistasíum. Satt best að segja hrökk ég við þegar ég sá ólífur í upphaflegu uppskriftinni - 15-20 ólífur. Virkaði svolítið spes, ég var samt ákveðinn í að hafa þær en hætti við á síðustu stundu.

Það þarf ekkert að láta ávaxtatertur eins og þessa bíða lon og don fyrir jólin, vika til tíu dagar í ísskáp er fínn tími. Best er samt að bera hana ekki ískalda fram. Mjög góð kaka

Grænn drykkur – búst – græna þruman

Grænn drykkur - búst - græna þruman. Segja má að það sé þjóðráð að hafa morgunmatinn fjölbreyttan, með öðrum orðum að borða ekki alltaf það sama. Við erum mjög misjöfn og ólík og sumir vakna svangir og eru tilbúnir fyrir morgunmatinn á meðan aðrir geta ekki hugsað sér neitt snemma dags. Flesta morgna byrja ég á því að fá mér tvö vatnsglös (annað ýmist með matarsóda eða sítrónu) og svo góðan kaffibolla. Þar sem ég er ekkert svangur svona snemma dags finnst mér ástæðulaust að borða þá, í mínum huga eru það röng skilaboð til líkamans. Það kemur fyrir að komið sé fram undir hádegi þegar morgunverðurinn er snæddur.

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave