
Döðlur með Gorgonzola
Uppáhaldsosturinn minn um þessar mundir (og alla þessa öld…) er Gorgonzola, silkimjúkur, örlítið saltur og dásamlega bragðgóður þegar hann er passlega þroskaður. Þó Gorgonzolafylltar döðlur hljómi etv framandi í sumra eyrum, ættuð þið að prófa. Það er auðveldast að eiga við döðlurnar í kössunum, þær eru passlega mjúkar. Döðlurnar má útbúa með nokkurra klst fyrirvara og bera fram við stofuhita (eldhússhita).
— GORGONZOLA — DÖÐLUR —
.
Auglýsing
Döðlur með gorgonzola. Er einhver uppskrift fyrir þessu eða er ostur inn einfaldlega mulinn og döðlurnar fylltar með honum einum?
Engin uppskrift, döðlurnar eru fylltar með ostinum. Mjög gott 😉
Tilbúin með döðlur og kaupi gorgonzola, hlakka til!
Takk og kærar kveðjur,
Hjördis
Það er líka mjög gott að blanda við gorgonzolaostinn crispy beikonbitum !!!!
Þvi get eg vel trúað.
Hljómar vel 🙂
Comments are closed.