Allra besta hráfæðikakan

ÞELAMÖRK -- RAGNHEIÐUR LILJA bjarnadóttir AKUREYRI -- FÖSTUDAGSKAFFI þelamörk þelamerkurskóli TERTUR HRÁFÆÐI HRÁTERTUR Allra besta hráfæðikakan Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir fráfæði terta súkkulaðiterta
Allra besta hráfæðikakan

Allra besta hráfæðikakan

Hrátertan sem Ragnheiður Lilja skólastjóri í Þelamerkurskóla kom með í föstudagskaffið sló rækilega í gegn enda einstaklega bragðgóð og gómsæt.

.

RAGNHEIÐUR LILJAAKUREYRIFÖSTUDAGSKAFFITERTURHRÁFÆÐIHRÁTERTURHÖRGÁRDALUR

.

Allra besta hráfæðikakan

150 g möndlur
20 stk döðlur, steinlausar
2 msk kókosolía
1 tsk vanilludropar
3 msk sterkt kaffi
⅔ dl kókosflögur
2 msk kakó
Hnífsoddur salt
150 g dökkt súkkulaði

Byrjið á að rista möndlur í 225° heitum ofni í um 10 mínútur. Hrærið af og til í blöndunni. Takið út og kælið.
Setjið döðlur, kókosolíu, kaffi, kakó, kókosflögur, salt og vanilludropa saman í matvinnsluvél og blandið vel saman. Grófsaxið möndlurnar og bætið þeim saman við.
Mótið kökuna á kökudiski.
Bræðið súkkulaði og hellið yfir kökuna. Kælið í smá stund.

Berið fram og njótið!

Allra besta hráfæðikakan

.

RAGNHEIÐUR LILJAAKUREYRIFÖSTUDAGSKAFFITERTURHRÁFÆÐIHRÁTERTURHÖRGÁRDALUR

ALLRA BESTA HRÁKAKAN

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Ljós – 3.sæti í Smákökusamkeppni Kornax 2017

Ljós - 3.sæti í Smákökusamkeppni Kornax 2017. Í þriðja sæti voru kökurnar Ljós sem Sylwia Olszewska bakaði. Saltkaramellufyllingin og hneturnar gerði þær alveg fullkomnar með kaffinu. Áferðafallegar og góðar smákökur sem mæla má með

Lífsgæði og hamingja – Fyrirlestur á Hótel Héraði í kvöld kl 20

Við Elísabet Reynisdóttir verðum á Hótel Héraði með fyrirlestur kl 20 í kvöld, fimmtudag.

HVERNIG BREYTUM VIÐ UM LÍFSSTÍL? Albert Eiríksson matgæðingur og Beta Reynis næringarfræðingur ætla að leiða saman hesta sína og miðla reynslu vetrarins. Albert hefur leitað ráða hjá Betu og bloggað um það á síðu sinni alberteldar.com Áhugaverðar skoðanir hvernig við breytum lífsstíl og af hverju er það nauðsynlegt. Hvernig hægt er að gera það án þess að fara í öfgafullar aðgerðir.

Tíu atriði sem við sleppum að segja við fólk sem afþakkar vín

Tíu atriði sem við sleppum að segja við fólk sem afþakkar vín. Flestir vita að drykkjan eykur ekki kynþokkann og við verðum hvorki skemmtilegri né fallegri, þó að við höldum það hugsanlega sjálf. Svo er það vel þekkt að öll virðing á það til að hverfa út í veður og vind ef drykkjan fer úr böndunum. Hver hefur ekki heyrt skandalasögur af fulla gestinum í fínni veislu? Viljum við að fólk muni það helst úr veislunni hversu full við vorum?

Hátíðleg humarsúpa

Hátíðleg humarsúpa. Gunnar og Helena buðu nokkrum vinum sínum í matarboð og í forrétt buðu þau upp á þessa hátíðlegu humarsúpu. Súpan er löguð frá grunni og tók rúman sólarhring að útbúa hana. Gunnar nostraði fyrst við humarsoðið og síðar við súpuna og útkoman var hreint út sagt stórkostleg.

Fyrri færsla
Næsta færsla