Allra besta hráfæðikakan

ÞELAMÖRK -- RAGNHEIÐUR LILJA bjarnadóttir AKUREYRI -- FÖSTUDAGSKAFFI þelamörk þelamerkurskóli TERTUR HRÁFÆÐI HRÁTERTUR Allra besta hráfæðikakan Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir fráfæði terta súkkulaðiterta
Allra besta hráfæðikakan

Allra besta hráfæðikakan

Hrátertan sem Ragnheiður Lilja skólastjóri í Þelamerkurskóla kom með í föstudagskaffið sló rækilega í gegn enda einstaklega bragðgóð og gómsæt.

.

RAGNHEIÐUR LILJAAKUREYRIFÖSTUDAGSKAFFITERTURHRÁFÆÐIHRÁTERTURHÖRGÁRDALUR

.

Allra besta hráfæðikakan

150 g möndlur
20 stk döðlur, steinlausar
2 msk kókosolía
1 tsk vanilludropar
3 msk sterkt kaffi
⅔ dl kókosflögur
2 msk kakó
Hnífsoddur salt
150 g dökkt súkkulaði

Byrjið á að rista möndlur í 225° heitum ofni í um 10 mínútur. Hrærið af og til í blöndunni. Takið út og kælið.
Setjið döðlur, kókosolíu, kaffi, kakó, kókosflögur, salt og vanilludropa saman í matvinnsluvél og blandið vel saman. Grófsaxið möndlurnar og bætið þeim saman við.
Mótið kökuna á kökudiski.
Bræðið súkkulaði og hellið yfir kökuna. Kælið í smá stund.

Berið fram og njótið!

Allra besta hráfæðikakan

.

RAGNHEIÐUR LILJAAKUREYRIFÖSTUDAGSKAFFITERTURHRÁFÆÐIHRÁTERTURHÖRGÁRDALUR

ALLRA BESTA HRÁKAKAN

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Fróðleikur um mataræði og áhrif matar

Mataræði.is

Axel F. Sigurðsson læknir heldur úti síðunni Mataræði.is þar skrifa hann um áhrif matar, heilbrigðan lífsstíl, sjúkdóma og forvarnir. Það er nú einu sinni þannig að við berum ábyrgð á okkar eigin lífi.

Apríkósuchutney

Apríkósuchutney 

Apríkósuchutney. Með ostum og kexi er ágætt að hafa apríkósuchutney í staðinn fyrir vínber - eða hafa vinberin líka. Chutneyið er kjörið með kjötréttum og indverskum mat

Fyrri færsla
Næsta færsla