
Allra besta hráfæðikakan
Hrátertan sem Ragnheiður Lilja skólastjóri í Þelamerkurskóla kom með í föstudagskaffið sló rækilega í gegn enda einstaklega bragðgóð og gómsæt.
.
— RAGNHEIÐUR LILJA — AKUREYRI — FÖSTUDAGSKAFFI — TERTUR — HRÁFÆÐI — HRÁTERTUR — HÖRGÁRDALUR —
.
Allra besta hráfæðikakan
150 g möndlur
20 stk döðlur, steinlausar
2 msk kókosolía
1 tsk vanilludropar
3 msk sterkt kaffi
⅔ dl kókosflögur
2 msk kakó
Hnífsoddur salt
150 g dökkt súkkulaði
Byrjið á að rista möndlur í 225° heitum ofni í um 10 mínútur. Hrærið af og til í blöndunni. Takið út og kælið.
Setjið döðlur, kókosolíu, kaffi, kakó, kókosflögur, salt og vanilludropa saman í matvinnsluvél og blandið vel saman. Grófsaxið möndlurnar og bætið þeim saman við.
Mótið kökuna á kökudiski.
Bræðið súkkulaði og hellið yfir kökuna. Kælið í smá stund.
Berið fram og njótið!

.
— RAGNHEIÐUR LILJA — AKUREYRI — FÖSTUDAGSKAFFI — TERTUR — HRÁFÆÐI — HRÁTERTUR — HÖRGÁRDALUR —
.