Marsipanhorn

Marsipanhorn marsipan kaffimeðlæti með kaffinu
Marsipanhorn eru meiriháttar góð

Marsipanhorn

Alveg meiriháttar góð marsipanhorn.

👍

MARSIPANSKINKUHORNKAFFIMEÐLÆTIHORNGLASSÚR

👍

Marsipanhorn

Deig:
25 g þurrger
½ dl volgt vatn
75 g smjör
2 dl súrmjólk
2 msk. sykur
1 egg
1 tsk. salt
500 g hveiti
1 egg til að pensla með

Fylling:
75 g marsipan
75 g lint smjör
75 g sykur

Skraut:
2-3 msk. flórsykur eða glassúr

Setjið ger og vatn í hrærivélarskálina. Bræðið smjör við lágan hita, hrærið það saman við ásamt súrmjólk. Setjið sykur, egg og salt út í. Hrærið meðan hveitinu er hellt út í smám saman. Látið hefast í klukkutíma.

Rífið marsipan og blandið út í smjör og sykur.

Sláið deigið niður og bætið hveiti við, ef þarf. Skiptið deiginu í 3 hluta og breiðið út með kökukefli í hringi, skiptið hverjum hring í 8 hluta. Setjið fyllingu á breiða hlutann og rúllið upp. Leggið hornin á ofnplötu með bökunarpappír, penslið með hrærðu eggi. Bakið við 180°C í 10-15 mín og kælið á rist. Gott er að athuga eftir 8 mín bökun, því að ofnar eru mjög misjafnir.

Sigtið flórsykur yfir, eða búið til glassúr og sprautið í þunnum rákum, eða skreytið með hökkuðum, ristuðum möndlum. Til hátíðabrigða er hægt að strá fínt hökkuðum þurrkuðum berjum yfir.

👍

MARSIPANSKINKUHORNKAFFIMEÐLÆTIHORNGLASSÚR

MARSIPANHORN

👍

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Trufflur með hampfræjum

Trufflur með hampfræjum. Það er einkar ljúffengt að fá lítinn bita með góðum kaffibolla að lokinni máltíð. Hampfræ eru uppfullar af próteini og teljast ofurfæða

Döðluterta með miklu súkkulaði

Döðluterta með miklu súkkulaði. Þessa dagana er ég svagur fyrir rjómasúkkulaði með karamellukurli og sjávarsalti. Í kornflexkökurnar um daginn notaði ég það til helminga og kom mjög vel út. Bakaði döðlutertu og ákvað að setja extra mikið af súkkulaði og brytja það gróft.