Gæðaborgari Örvars Inga
Örvar Ingi er píanókennari í Grindavík og býður einnig upp á einkatíma fyrir fullorðna hér í borginni, auk þess sem hann er flugmaður. Hann hefur þróað hamborgarana sína með góðum árangri. Í fyrsta lagi leggur hann upp úr útliti, keypti t.d. hamborgaramót á Ali express, svo að borgararnir yrðu alveg jafnir. Sósurnar þurfa að vera Heinz burger sósa, Barbecue og kokteilsósa, ekki hamborgarasósa. Rauðlaukur en ekki venjulegur o.s.frv. Mikið af beikoni og smjörsteiktum portobello sveppum. Svo frystir hann heil hrá egg, tekur utan af þeim, sker í sneiðar og steikir á pönnu – afar hentugt og fallegt. Já, þegar fólk nostrar við hlutina af ástríðu verður eitthvað gott til.
🍔
— HAMBORGARAR — HAKK — SALTKEX — PÍANÓ — GRINDAVÍK — PORTOBELLO —
🍔
Gæðaborgarar Örvars Inga!
500 g nautahakk
1 dl mulið saltkex
1 eggi
1 msk kartöflumjöl
1 tsk timían
1 tsk Hlöllakrydd
salt, pipar
Blandið öllu saman og mótið frekar þykka hamborgara.
Með borgaranum var Örvar með steikt beikon, rauðlauk, papriku, steikt egg, smjörsteikta portóbellósveppi með 1 msk af koníakssírópi, BBQsósu og koktelsósu.
🍔
— HAMBORGARAR — HAKK — SALTKEX — PÍANÓ — GRINDAVÍK — PORTOBELLO —
🍔