Gæðaborgari Örvars Inga

Gæðaborgari Örvars Inga örvar ingi jóhannesson píanóleikari Fáskrúðsfjörður
Gæðaborgari Örvars Inga – einn sá allra besti

Gæðaborgari Örvars Inga

Örvar Ingi er píanókennari í Grindavík og býður einnig upp á einkatíma fyrir fullorðna hér í borginni, auk þess sem hann er flugmaður. Hann hefur þróað hamborgarana sína með góðum árangri. Í fyrsta lagi leggur hann upp úr útliti, keypti t.d. hamborgaramót á Ali express, svo að borgararnir yrðu alveg jafnir. Sósurnar þurfa að vera Heinz burger sósa, Barbecue og kokteilsósa, ekki hamborgarasósa. Rauðlaukur en ekki venjulegur o.s.frv. Mikið af beikoni og smjörsteiktum portobello sveppum. Svo frystir hann heil hrá egg, tekur utan af þeim, sker í sneiðar og steikir á pönnu – afar hentugt og fallegt. Já, þegar fólk nostrar við hlutina af ástríðu verður eitthvað gott til.

🍔

HAMBORGARARHAKKSALTKEXPÍANÓGRINDAVÍKPORTOBELLO

🍔

Með Örvari Inga

Gæðaborgarar Örvars Inga!

500 g nautahakk
1 dl mulið saltkex
1 eggi
1 msk kartöflumjöl
1 tsk timían
1 tsk Hlöllakrydd
salt, pipar

Blandið öllu saman og mótið frekar þykka hamborgara.

Með borgaranum var Örvar með steikt beikon, rauðlauk, papriku, steikt egg, smjörsteikta portóbellósveppi með 1 msk af koníakssírópi, BBQsósu og koktelsósu.

Sírópskoníakið
Mulið saltkex saman við hakkið
Steikt niðursneidd egg, steikt á pönnu

🍔

HAMBORGARARHAKKSALTKEXPÍANÓGRINDAVÍKPORTOBELLO

GÆÐABORGARAR ÖRVARS INGA

🍔

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Súrdeig frá grunni

SúrdeigSúrdeigsbrauð

Súrdeigsbakstur er ævaforn matreiðsluaðferð og mætti flokkast undir „slow food“. Við fyrstu sýn virðist þetta allflókið, en ef farið er eftir leiðbeiningunum lið fyrir lið, ætti það að reynast léttur leikur. Og umfram allt skemmtilegur!

Til að byrja með þarf að útbúa grunnsúr. Það er tiltölulega auðvelt og gaman, en tekur u.þ.b. 5-7 daga. Ef maður getur ekki beðið, er hægt að kaupa grunnsúr t.d. í Grímsbæ.

 

Steinseljupestó

Steinseljupestó. Alltaf er nú gaman að prófa nýjar útgáfur af pestói. Í pestói dagsins er uppistaðan basil og steinselja, kasjúnhetur og sólblómafræ. Steinseljan er meinholl, hún er uppfull af næringarefnum og þekkt fyrir mikið magn C vítamíns. Hún inniheldur hlutfallslega meira C vítamín en appelsínur. Allt er það vænt sem vel er grænt.