Hátíðleg terta með karamellumöndluflögum

Hátíðleg terta með karamellumöndluflögum möndluterta vanillukrem möndlur karamellu páskaterta páskatertan hátíðarterta
Hátíðleg terta með karamellumöndluflögum

Hátíðleg terta með karamellumöndluflögum

Ein af mörgum skemmtilegum hefðum á þessum bæ er að baka páskatertu ársins, páskaterturnar geta verið allskonar og ekki fylgt sérstakri stefnu eins og sjá mér hér: PÁSKATERTURNAR. Terta ársins er botn + vanillukem + sítrónusmjör + karamellumöndluflögur.

Vinkonur mínar í Kvennakór Ísafjarðar fengu það hlutverk að smakka tvær tertur sem komu til greina sem Páskaterta ársins. Þessi sigraði, meðal þess sem sagt var um hana:
Fékk í hnén…
Kynörvandi
Sæt og góð og crunchið í möndluflögunum setur punktinn yfir i-ið
Enn geggjaðari!
Forréttur + eftirréttur – sleppa aðalréttinum.

🐣

MÖNDLUTERTURKARAMELLU…MÖNDLUFLÖGURBLÁBERBLÁBERJASULTAPÁSKATERTURTERTURPÁSKARSÍTRÓNUSMJÖRROYAL BÚÐINGUR

🐣

Hátíðleg terta með karamellumöndluflögum

2 egg
1 1/2 dl sykur
100 g smjör, brætt
2 1/2 dl hveiti
1 1/2 tsk lyftiduft
2 tsk vanillusykur
1/2 tsk salt
1/2 dl rjómi

Fylling
Vanillukrem eða Royal vanillubúðingur

2/3 dl sítrónusmjör

Ofan á:
100 g smjör
1 dl sykur
1 msk síróp
2 msk rjómi
100 g möndluflögur

Botn: Hrærið saman egg og sykur. bætið við smjör og síðan hveiti, lyftidufti, vanillusykri, salti og rjóma.
Bakið í tertuformi við 175°C í 20 mín.

Vanillukrem: Kremið á myndinni eru 3 dl rjómi (þeyttur létt) og 1 pk Royal vanillubúðingur. HÉR ERU VANILLUKREMUPPSKRIFTIR.

Karamellan ofan á:
Bræðið saman í potti smjör, sykur síróp og rjóma þangað til er orðið ljósbrúnt, setjið að síðustu möndluflögur út í.

Skerið botninn í tvennt. Setjið vanillukremið á milli, sítrónusmjör ofan á og loks botninn ofan á. Hellið volgri karamellumöndlunum yfir.

🐣

MÖNDLUTERTURKARAMELLU…MÖNDLUFLÖGURBLÁBERBLÁBERJASULTAPÁSKATERTURTERTURPÁSKARSÍTRÓNUSMJÖRROYAL BÚÐINGUR

HÁTÍÐLEG TERTA MEÐ KARAMELLUMÖNDLUFLÖGUM

🐣

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.