Hátíðleg terta með karamellumöndluflögum

Hátíðleg terta með karamellumöndluflögum möndluterta vanillukrem möndlur karamellu páskaterta páskatertan hátíðarterta
Hátíðleg terta með karamellumöndluflögum

Hátíðleg terta með karamellumöndluflögum

Ein af mörgum skemmtilegum hefðum á þessum bæ er að baka páskatertu ársins, páskaterturnar geta verið allskonar og ekki fylgt sérstakri stefnu eins og sjá mér hér: PÁSKATERTURNAR. Terta ársins er botn + vanillukem + sítrónusmjör + karamellumöndluflögur.

Vinkonur mínar í Kvennakór Ísafjarðar fengu það hlutverk að smakka tvær tertur sem komu til greina sem Páskaterta ársins. Þessi sigraði, meðal þess sem sagt var um hana:
Fékk í hnén…
Kynörvandi
Sæt og góð og crunchið í möndluflögunum setur punktinn yfir i-ið
Enn geggjaðari!
Forréttur + eftirréttur – sleppa aðalréttinum.

🐣

MÖNDLUTERTURKARAMELLU…MÖNDLUFLÖGURBLÁBERBLÁBERJASULTAPÁSKATERTURTERTURPÁSKARSÍTRÓNUSMJÖRROYAL BÚÐINGUR

🐣

Hátíðleg terta með karamellumöndluflögum

2 egg
1 1/2 dl sykur
100 g smjör, brætt
2 1/2 dl hveiti
1 1/2 tsk lyftiduft
2 tsk vanillusykur
1/2 tsk salt
1/2 dl rjómi

Fylling
Vanillukrem eða Royal vanillubúðingur

2/3 dl sítrónusmjör

Ofan á:
100 g smjör
1 dl sykur
1 msk síróp
2 msk rjómi
100 g möndluflögur

Botn: Hrærið saman egg og sykur. bætið við smjör og síðan hveiti, lyftidufti, vanillusykri, salti og rjóma.
Bakið í tertuformi við 175°C í 20 mín.

Vanillukrem: Kremið á myndinni eru 3 dl rjómi (þeyttur létt) og 1 pk Royal vanillubúðingur. HÉR ERU VANILLUKREMUPPSKRIFTIR.

Karamellan ofan á:
Bræðið saman í potti smjör, sykur síróp og rjóma þangað til er orðið ljósbrúnt, setjið að síðustu möndluflögur út í.

Skerið botninn í tvennt. Setjið vanillukremið á milli, sítrónusmjör ofan á og loks botninn ofan á. Hellið volgri karamellumöndlunum yfir.

🐣

MÖNDLUTERTURKARAMELLU…MÖNDLUFLÖGURBLÁBERBLÁBERJASULTAPÁSKATERTURTERTURPÁSKARSÍTRÓNUSMJÖRROYAL BÚÐINGUR

HÁTÍÐLEG TERTA MEÐ KARAMELLUMÖNDLUFLÖGUM

🐣

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Niðursoðnar rauðrófur með kanil

Rauðrófur

Niðursoðnar rauðrófur með kanil. „Ilmurinn úr eldhúsinu er svo lokkandi" - hluti af jólastemningu er einmitt ilmurinn úr eldhúsinu. Rauðrófur og rauðkál er hluti af undirbúningi fyrir jólin. Það er sáraeinfalt að sjóða niður rauðrófur og rauðkál 

Eru (brún)egg ofmetin?

eggsubstitutions

Eru (brún)egg ofmetin? Brún egg eru ekki hollari en önnur egg og næringargildin eru þau sömu. Eggin verða ekki brún við það að hænurnar ganga frjálsar eða eru „vistvænar".