Auglýsing
Hátíðleg terta með karamellumöndluflögum möndluterta vanillukrem möndlur karamellu páskaterta páskatertan hátíðarterta
Hátíðleg terta með karamellumöndluflögum

Hátíðleg terta með karamellumöndluflögum

Ein af mörgum skemmtilegum hefðum á þessum bæ er að baka páskatertu ársins, páskaterturnar geta verið allskonar og ekki fylgt sérstakri stefnu eins og sjá mér hér: PÁSKATERTURNAR. Terta ársins er botn + vanillukem + sítrónusmjör + karamellumöndluflögur.

Vinkonur mínar í Kvennakór Ísafjarðar fengu það hlutverk að smakka tvær tertur sem komu til greina sem Páskaterta ársins. Þessi sigraði, meðal þess sem sagt var um hana:
Fékk í hnén…
Kynörvandi
Sæt og góð og crunchið í möndluflögunum setur punktinn yfir i-ið
Enn geggjaðari!
Forréttur + eftirréttur – sleppa aðalréttinum.

Auglýsing

🐣

MÖNDLUTERTURKARAMELLU…MÖNDLUFLÖGURBLÁBERBLÁBERJASULTAPÁSKATERTURTERTURPÁSKARSÍTRÓNUSMJÖRROYAL BÚÐINGUR

🐣

Hátíðleg terta með karamellumöndluflögum

2 egg
1 1/2 dl sykur
100 g smjör, brætt
2 1/2 dl hveiti
1 1/2 tsk lyftiduft
2 tsk vanillusykur
1/2 tsk salt
1/2 dl rjómi

Fylling
Vanillukrem eða Royal vanillubúðingur

2/3 dl sítrónusmjör

Ofan á:
100 g smjör
1 dl sykur
1 msk síróp
2 msk rjómi
100 g möndluflögur

Botn: Hrærið saman egg og sykur. bætið við smjör og síðan hveiti, lyftidufti, vanillusykri, salti og rjóma.
Bakið í tertuformi við 175°C í 20 mín.

Vanillukrem: Kremið á myndinni eru 3 dl rjómi (þeyttur létt) og 1 pk Royal vanillubúðingur. HÉR ERU VANILLUKREMUPPSKRIFTIR.

Karamellan ofan á:
Bræðið saman í potti smjör, sykur síróp og rjóma þangað til er orðið ljósbrúnt, setjið að síðustu möndluflögur út í.

Skerið botninn í tvennt. Setjið vanillukremið á milli, sítrónusmjör ofan á og loks botninn ofan á. Hellið volgri karamellumöndlunum yfir.

🐣

MÖNDLUTERTURKARAMELLU…MÖNDLUFLÖGURBLÁBERBLÁBERJASULTAPÁSKATERTURTERTURPÁSKARSÍTRÓNUSMJÖRROYAL BÚÐINGUR

HÁTÍÐLEG TERTA MEÐ KARAMELLUMÖNDLUFLÖGUM

🐣

1 athugasemd

  1. Þessi er mjög góð, ekki síðri dagana á eftir. Myndi samt prufa að gera botninn mýkri næst.

Comments are closed.