Úkraínskar pönnukökur

Úkraínskar pönnukökur Inda Ben indriði benediksson úkrína úkraínskur matur pönnukökur
Úkraínskar pönnukökur Inda Ben

Úkraínskar pönnukökur

Indriði Benediktsson setti þessar fínu myndir af girnilegum úkraínskum pönnukökum á netið og auðsótt var að fá meira til að birta.

🇺🇦

— ÚKRAÍNA  — BRAUÐPÖNNUKÖKURREYKTUR LAXKAVÍARVALHNETURRAUÐRÓFURRÓSAPIPAR

🇺🇦

Baka „íslenskar“ pönnukökur án sykurs og bragðefna (með salti).
Smyrja með þunnu lagi af rjómaosti blandaðum við piparrótarsósu og jógúrt og smá fersku dilli.
Setja þunnt skorinn reyktan lax á annan helming pönnsunar og rúlla upp, skera í nokkra bita.
Bæta við smá af rjómaostasósunni og setja kavíar á bitana, skreyta með fersku dilli og rósapipar.
Bera fram með rauðrófusalati: smátt skorin rauðrófa, sellerístöngull, súrar gúrkur og saxaðar valhnetur með smá majónesi (ekki Gunnars).
Ferskt og gott og gefur gott útlit.

🇺🇦

Úkraínskar pönnukökur Inda Ben

🇺🇦

— ÚKRAÍNA  — BRAUÐPÖNNUKÖKURREYKTUR LAXKAVÍARVALHNETURRAUÐRÓFURRÓSAPIPAR

ÚKRAÍNSKAR PÖNNUKÖKUR

🇺🇦

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.