
Úkraínskar pönnukökur
Indriði Benediktsson setti þessar fínu myndir af girnilegum úkraínskum pönnukökum á netið og auðsótt var að fá meira til að birta.
🇺🇦
— ÚKRAÍNA — BRAUÐ — PÖNNUKÖKUR — REYKTUR LAX — KAVÍAR — VALHNETUR — RAUÐRÓFUR — RÓSAPIPAR —
🇺🇦
Baka „íslenskar“ pönnukökur án sykurs og bragðefna (með salti).
Smyrja með þunnu lagi af rjómaosti blandaðum við piparrótarsósu og jógúrt og smá fersku dilli.
Setja þunnt skorinn reyktan lax á annan helming pönnsunar og rúlla upp, skera í nokkra bita.
Bæta við smá af rjómaostasósunni og setja kavíar á bitana, skreyta með fersku dilli og rósapipar.
Bera fram með rauðrófusalati: smátt skorin rauðrófa, sellerístöngull, súrar gúrkur og saxaðar valhnetur með smá majónesi (ekki Gunnars).
Ferskt og gott og gefur gott útlit.
🇺🇦

🇺🇦
— ÚKRAÍNA — BRAUÐ — PÖNNUKÖKUR — REYKTUR LAX — KAVÍAR — VALHNETUR — RAUÐRÓFUR — RÓSAPIPAR —
🇺🇦