Franskur saltfiskréttur á pönnu

Franskur saltfiskréttur á pönnu FRAKKLAND saltfiskur elvar hauganes ektafiskur góður saltfiskur franskur matur ólífur kapers
Franskur saltfiskréttur á pönnu

Franskur saltfiskréttur á pönnu

Einfaldur fiskréttur á pönnu sem er tilbúinn á borðið á innan við hálftíma er alltaf góð hugmynd. Hér er klassísk Provençal-saltfiskuppskrift í sterkri tómatsósu með kapers og ólífum. Fljótlegur, einfaldur og hollur réttur – allt á einni pönnu sem er ótrúlega bragðgóður réttur með saltfiskinum góða frá Elvari í Ektafiski.

🇫🇷

4/7 Miðjarðarhafið – Frakkland

🇫🇷

EKTAFISKURSALTFISKURFRAKKLANDHAUGANES — MIÐJARÐARHAFIÐ

Saltfiskpanna með tómötum, capers og ólífum

800 g útvatnaður saltfiskur
2 msk ólífuolía
2 hvítlauksrif söxuð
1 laukur, saxaður
3-4 stórir tómatar, skornir í bita
2 dl steinselja
2 tsk timían
pipar
20 svartar ólífur
2 msk kapers
1/2 sítróna

Steikið lauk í olíunni á pönnu. Bætið við hvítlauk.
Látið tómata, steinselju og pipar og sjóðið í nokkrar mínútur.
Bætið þá við ólífum og kapers
Skerið saltfiskinn í bita og raðið á sósuna, lokið og sjóðið þar til fiskurinn er soðinn.

🇫🇷

Frönsk saltfiskpanna. Færslan er unnin í samvinnu við Ektafisk

🇫🇷

EKTAFISKURSALTFISKURFRAKKLANDHAUGANES — MIÐJARÐARHAFIÐ

SALTFISKPANNA MEÐ ÓLÍFUM OG KAPERS

— VEFVERSLUN EKTAFISKS —

🇫🇷

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Kanilsnúðar

Kanilsnúðar

Kanilsnúðar. Margir fá einhvers konar aðsvif þegar þeir bragða á þessum snúðum og heimta uppskrift um leið og þeir rakna úr rotinu. Uppskriftin er frá Chloe's Kitchen, en þar er allt vegan (dýralaust). Ef maður vill borða dýraafurðir, má nota kúamjólk í stað sojamjólkur og smjör í stað vegan smjörlíkis.

Glæsilegt kaffiboð Jónu Matthildar

Glæsilegt kaffiboð Jónu Matthildar. Hef alla tíð hrifist af fólki sem kallar ekki allt ömmu sína. Jóna Matthildur er fasbókarvinkona mín. Á dögunum nefndi ég við hana hvort hún væri til í að útbúa eitthvert góðgæti fyrir bloggið. Ég bjóst við einum brauðrétti, í mesta lagi einni tertu. Nei, nei. Þegar ég kom var hlaðið borð af tertum, brauðréttum og öðru góðgæti. Hvert öðru fallegra og bragðbetra. Ekki nóg með það, Jóna bauð frænkum sínum og vinkonum til kaffisamsætis og úr urðu skemmtilegar og lifandi umræður. Þess má geta í óspurðum fréttum að ég át yfir mig...