Steiktir maísklattar

Steiktir maísklattar maís í dós niðursoðinn maís einfalt fljótlegt
Steiktir maísklattar, ég get lofað ykkur að þeir munu koma verulega á óvart.

Steiktir maísklattar

Maísklattarnir eru skemmtilega ljúffengir og koma svo sannarlega á óvart. Bestir eru klattarnir volgir, taka þá með höndunum og dýfa í sósuna. Ég get lofað ykkur að þeir munu koma verulega á óvart.

💛

KLATTARMAÍSVEGANGRÆNMETI

.

Maísklattar á pönnunni
Niðursoðinn maís, paprika og blaðlaukur

Steiktir maísklattar

1/2 ds maís
1/2 b hveiti
1 egg
1/4 b vatn
1 tsk lyftiduft
1 msk ólífuolía
1 paprika
1 dl saxaður graslaukur (eða blaðlaukur)
steinselja
salt og pipar
Olía til steikingar

Blandið saman hveiti, eggi, vatni, lyftidufti, olíu, papriku, lauk, steinselju, salti og pipar og blandið vel saman.
Setjið loks maísinn saman við.
Steikið litla klatta í olíu á pönnu.

Sósan:
1 dl mæjónes
1-2 tsk Dijon sinnep
Blandið vel saman.

.

KLATTARMAÍSVEGANGRÆNMETI

STEIKTIR MAÍSKLATTAR

💛

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Að ýmsu er að hyggja þegar matarboð er undirbúið

Matarboð undirbúið. Að ýmsu er að hyggja áður en matargesti ber að garði. Það er augnayndi að sjá fallega lagt á borð og gott er að gefa sér góðan tíma í að undirbúa borðið, jafnvel daginn áður, skipuleggja og koma öllu haganlega fyrir. Eins og venjulega þarf að meta tilefnið og umfangið. Þegar mikið stendur til notum við spariborðbúnaðinn.

Truflaðar súkkulaði- og kaffitrufflur

Truflaðar súkkulaði- og kaffitrufflur. Fátt er betra sem lítill munnbiti með góðum kaffisopa en góðar alvöru trufflur. Vandamálið er kannski það að góðar trufflur eru svo góðar að ein truffla endar oftast í fimm, tíu eða fimmtán....