Lífrænt kálfahakk – Biobú – Matland

Lífrænt kálfahakk frá Biobúi

Lífrænt kálfahakk – Biobú – Matland

Frá MATLANDI fékk ég LÍFRÆNT KÁLFAHAKK, svona líka strangheiðarlegt og ljómandi gott.

Á heimasíðunni segir: Kálfahakk í 500 g umbúðum. Alls 5 pakkar. Frosið hakk sem er án allra aukaefna. Kálfahakk er ljósara en kjöt af fullorðnum gripum. Milt og ljúft bragð og hæfilegt fitumagn.

Framleiðandi er Biobú. Kjötið kemur af gripum frá Neðra-Hálsi í Kjós. Kúabú sem er lífrænt vottað. Gripunum er slátrað í Sláturhúsi Vesturlands í Brákarey sem er eina lífrænt vottaða stórgripasláturhús landsins um þessar mundir.

PANTIÐ HÉR

Matland er fjölmiðill sem fjallar um mat og matvælaframleiðslu frá A-Ö. Við hliðina á miðlinum er rekin netverslun með upprunamerktar matvörur ásamt fleiru sem tengist mat.

Matland býður upp á lífrænt vottað kjöt frá Biobú. Í lífrænni ræktun er bannað að nota tilbúinn áburð og illgresis- og skordýraeitur. Þá eru strangari reglur um aðbúnað dýra en í hefðbundnu búfjárhaldi.

Það er ekki oft sem maður rekst á kálfahakk úti í búð en það er ljósara en kjöt af fullorðnum gripum. Hjá Matlandi er hægt að kaupa fimm hálfs kílóa pakka í einu og fá senda beint heim að dyrum eða sækja í verslun Pylsumeistarans við Hrísateig í Reykjavík. Gott að eiga í frystinum þegar þarf að grípa til.

MATLAND.IS

.

Úr hakkinu góða varð til Smalabaka
Vatn úr kjötinu var ekki vandamálið þegar það var brúnað. Færslan er unnin í samvinnu við MATLAND.

PANTIÐ HÉR MATLAND

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.