Auglýsing
Steiktir maísklattar maís í dós niðursoðinn maís einfalt fljótlegt
Steiktir maísklattar, ég get lofað ykkur að þeir munu koma verulega á óvart.

Steiktir maísklattar

Maísklattarnir eru skemmtilega ljúffengir og koma svo sannarlega á óvart. Bestir eru klattarnir volgir, taka þá með höndunum og dýfa í sósuna. Ég get lofað ykkur að þeir munu koma verulega á óvart.

💛

Auglýsing

KLATTARMAÍSVEGANGRÆNMETI

.

Maísklattar á pönnunni
Niðursoðinn maís, paprika og blaðlaukur

Steiktir maísklattar

1/2 ds maís
1/2 b hveiti
1 egg
1/4 b vatn
1 tsk lyftiduft
1 msk ólífuolía
1 paprika
1 dl saxaður graslaukur (eða blaðlaukur)
steinselja
salt og pipar
Olía til steikingar

Blandið saman hveiti, eggi, vatni, lyftidufti, olíu, papriku, lauk, steinselju, salti og pipar og blandið vel saman.
Setjið loks maísinn saman við.
Steikið litla klatta í olíu á pönnu.

Sósan:
1 dl mæjónes
1-2 tsk Dijon sinnep
Blandið vel saman.

.

KLATTARMAÍSVEGANGRÆNMETI

STEIKTIR MAÍSKLATTAR

💛