Steiktir maísklattar

Steiktir maísklattar maís í dós niðursoðinn maís einfalt fljótlegt
Steiktir maísklattar, ég get lofað ykkur að þeir munu koma verulega á óvart.

Steiktir maísklattar

Maísklattarnir eru skemmtilega ljúffengir og koma svo sannarlega á óvart. Bestir eru klattarnir volgir, taka þá með höndunum og dýfa í sósuna. Ég get lofað ykkur að þeir munu koma verulega á óvart.

💛

KLATTARMAÍSVEGANGRÆNMETI

.

Maísklattar á pönnunni
Niðursoðinn maís, paprika og blaðlaukur

Steiktir maísklattar

1/2 ds maís
1/2 b hveiti
1 egg
1/4 b vatn
1 tsk lyftiduft
1 msk ólífuolía
1 paprika
1 dl saxaður graslaukur (eða blaðlaukur)
steinselja
salt og pipar
Olía til steikingar

Blandið saman hveiti, eggi, vatni, lyftidufti, olíu, papriku, lauk, steinselju, salti og pipar og blandið vel saman.
Setjið loks maísinn saman við.
Steikið litla klatta í olíu á pönnu.

Sósan:
1 dl mæjónes
1-2 tsk Dijon sinnep
Blandið vel saman.

.

KLATTARMAÍSVEGANGRÆNMETI

STEIKTIR MAÍSKLATTAR

💛

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Fiskur undir kókosþaki

Fiskur undir kókosþaki

Fiskur undir kókosþaki. Það er gaman að finna uppskriftir með því að slá inn í google það hráefni sem til er í ísskápnum eða þá það sem mann langar í. Hið seinna gerði ég. Þannig fann ég þessa uppskrift og prófaði. Í upphaflegu uppskriftinni er makríll en í fiskbúðinni keypti ég hlýraflak.

Vorferð og kaffi hjá Stínu Ben

Vorferð og kaffi hjá Stínu Ben. Við Brimnesfjölskyldan förum stundum saman dagstúra. Þeir enda alltaf eins, við biðjum einhvern að bjóða okkur í kaffi (eða bjóðum okkur í kaffi). Ferðirnar heita ýmist vorferð, sumarferð, haustferð eða vetrarferð. Vorferðin núna var um Suðurnesin í einstaklega fallegu veðri. Tvær elstu systur mínar eru leiðsögukonur og það bunaðist upp úr þeim fróðleikurinn alla leiðina. Við enduðum svo í kaffi hjá Stínu Ben og dætrum hennar. Það er nú ekki komið að tómum kofanum þar.