Rúllustigar
Okkur þættu eflaust verslunarmiðstöðvar, flugvellir, járnbrautarstöðvar, hótel og fleiri staðir síðri ef ekki væru þar rúllustigar. Fyrstu rúllustigarnir í heiminum voru settir upp rétt fyrir aldamótin 1900. Á ferðalögum um heiminn tökum við eftir rúllustigamenningu sem hefur þróast eftir því sem áratugirnir líða.
— BORÐSIÐIR — GÖMUL HÁTTVÍSISRÁÐ — RÚSSLAND — BÚDAPEST —
.
Þeir sem eru seinir fyrir kjósa að flýta fyrir sér með því að ganga í rúllustiganum og aðrir kjósa að auka hreyfinguna með það að ganga upp rúllustigann, því er æskilegt að standa hægra megin. Sumsstaðar eru skilti þar sem fólk er beðið að halda sig hægra megin. Undantekning á þessu eru þegar mjög margir þurfa að komast í rúllustigann á sama tíma, til dæmis á álagstímum í neðanjarðarlestum, þá er í lagi að standa líka vinstra megin.
.
— BORÐSIÐIR — GÖMUL HÁTTVÍSISRÁÐ — RÚSSLAND — BÚDAPEST —
.
Lengsti rúllustigi í heiminum er í Saint Petersburg Metro stöðinni í Pétursborg í Rússlandi, 137 metra langur og fer upp 68,5 metra.
Fyrsti rúllustiginn á Íslandi var settur upp 1963 í Kjörgarði. Flestir rúllustigar hér á landi eru frekar stuttir svo þetta er minna atriði hjá okkur en þar sem rúllustigarnir geta verið margra tuga langir. Almenna reglan er að halda sig hægra megin í stiganum. Svo er ágætt að hafa að minnsta kosti eina auða tröppu milli okkar og næstu manneskju fyrir framan.
Það er ágætt að vera með augun vel opin í rúllustigum, slysin gera ekki boð á undan sér þar frekar en annars staðar. Skóreimar eða skálmar geta auðveldlega festst í og fyrir kemur að fólk hrasar við fót.
.
— BORÐSIÐIR — GÖMUL HÁTTVÍSISRÁÐ — RÚSSLAND — BÚDAPEST —
.