Strangheiðarlegur kornflexmarengs

-- MARENGS -- PAVLOVUR -- AFTER EIGHT -- ESKIFJÖRÐUR -- KORNFLEX -- Bjarney Hallgrímsdóttir Strangheiðarlegur kornflexmarengs í boði Bjarneyjar Hallgrímsdóttur á Eskifirði „Ég ætla nú bara að skella í einn strangheiðarlegn kornfleksmarens með eskfirskum bláberjum inní, ásamt jarðaberjum, rjóma og súkkulaði (ekki alveg búin að ákveða súkkulaðið, sennilega After eigth eða Pipp." eskifjörður marengs marengsterta bláber
Strangheiðarlegur kornflexmarengs í boði Bjarneyjar Hallgrímsdóttur á Eskifirði „Ég ætla nú bara að skella í einn strangheiðarlegn kornfleksmarens með eskfirskum bláberjum inní, ásamt jarðaberjum, rjóma og súkkulaði (ekki alveg búin að ákveða súkkulaðið, sennilega After eigth eða Pipp.”

Strangheiðarlegur kornflexmarengs

Þær gerast ekki öllu betri kornflexmarengsterturnar – OG passlega mikið/lítið af After eigh gerir gæfumuninn. Tertan var í þessu eftirminnilega boði.

.

MARENGS — PAVLOVURAFTER EIGHTESKIFJÖRÐURKORNFLEX

.

Strangheiðarlegur kornflexmarengs

Strangheiðarlegur kornflexmarengs

4 eggjahvítur
3 ½ dl sykur
1 tsk lyftiduft
1 glas mulið kornflex.

Baka við 130-150°C í 1½- 2 klst og slökkva á ofni og láta kólna inn í ofninum

Inní og skreytt með:

Bláber týnd í hlíðum Eskifjarðar
Jarðaber
After eight ( eða Pipp)
Súkkulaðispænir (stráð yfir rjómann inní)
½ ltr rjómi

Glæsilegt kaffihlaðborð Framsóknarfólks  – SJÁ HÉR

.

MARENGS — PAVLOVURAFTER EIGHTESKIFJÖRÐURKORNFLEX

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Sítrónukjúklingur Gissurar Páls

Sitronukjuklingur

Sítrónukjúklingur Gissurar Páls. Sítrónukjúklingur eða pollo al limone er algengur ítalskur réttur, en þar sem Gissur Páll heitir Páll, getum við kallað hann Pollo al Paolo...

L´abri á Fáskrúðsfirði

L´abriL´abri

Í Franska spítalanum á Fáskrúðsfirði, sem hýsir Fosshótel, er hinn bjarti og fallegi veitingastaður L´abri. Þar er eldað af metnaði undir frönskum áhrifum. Mikið var að gera á hótelinu og veitingastaðnum þegar við vorum fyrir austan á dögunum og vel bókað sumar, vetur, vor og haust. Það er vel þess virði að koma við á Fáskrúðsfirði, skoða snyrtilegan bæ og fá sér hressingu í Franska spítalnunum sem Minjavernd endurbyggði af miklum myndarbrag.

Rabarbara tiramisu

Rabarbara tiramisu. Um helgina var sjálfbær þorpshátíð á Stöðvarfirði sem kölluð er "Maður er manns gaman" - í öll skiptin sem hátíðin hefur verið haldin, hefur verið rabarbararéttakeppni. Tíu ára frænka mín sendi inn meðfylgjandi uppskrift og vann fyrstu verðlaun fyrir.

Fyrri færsla
Næsta færsla