Rúllustigar

Rúllustigi í Búdapest rúllustigar
Rúllustigi í Búdapest

Rúllustigar

Okkur þættu eflaust verslunarmiðstöðvar, flugvellir, járnbrautarstöðvar, hótel og fleiri staðir síðri ef ekki væru þar rúllustigar. Fyrstu rúllustigarnir í heiminum voru settir upp rétt fyrir aldamótin 1900. Á ferðalögum um heiminn tökum við eftir rúllustigamenningu sem hefur þróast eftir því sem áratugirnir líða.

BORÐSIÐIRGÖMUL HÁTTVÍSISRÁÐRÚSSLANDBÚDAPEST

.

Sumsstaðar eru skilti þar sem fólk er beðið að halda sig hægra megin í rúllustigum

Þeir sem eru seinir fyrir kjósa að flýta fyrir sér með því að ganga í rúllustiganum og aðrir kjósa að auka hreyfinguna með það að ganga upp rúllustigann, því er æskilegt að standa hægra megin. Sumsstaðar eru skilti þar sem fólk er beðið að halda sig hægra megin. Undantekning á þessu eru þegar mjög margir þurfa að komast í rúllustigann á sama tíma, til dæmis á álagstímum í neðanjarðarlestum, þá er í lagi að standa líka vinstra megin.

.

BORÐSIÐIRGÖMUL HÁTTVÍSISRÁÐRÚSSLANDBÚDAPEST

.

Lengsti rúllustigi í heiminum er í Saint Petersburg Metro stöðinni í Pétursborg í Rússlandi, 137 metra langur og fer upp 68,5 metra.
Fyrsti rúllustiginn á Íslandi var settur upp 1963 í Kjörgarði. Flestir rúllustigar hér á landi eru frekar stuttir svo þetta er minna atriði hjá okkur en þar sem rúllustigarnir geta verið margra tuga langir. Almenna reglan er að halda sig hægra megin í stiganum.  Svo er ágætt að hafa að minnsta kosti eina auða tröppu milli okkar og næstu manneskju fyrir framan.
Það er ágætt að vera með augun vel opin í rúllustigum, slysin gera ekki boð á undan sér þar frekar en annars staðar. Skóreimar eða skálmar geta auðveldlega festst í og fyrir kemur að fólk hrasar við fót.

Rúllustigareglur

.

BORÐSIÐIRGÖMUL HÁTTVÍSISRÁÐRÚSSLANDBÚDAPEST

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.