Raffaello – kókoskúlurnar rosalegu

Raffaello kókoskúlur kókosmjöl kúlur
Raffaello

Raffaello

Bara svo allt sé á hreinu þá eru þetta ekki ekta Raffaello ítölsku kúlurnar góðu – en þessar eru samt mjög góðar. Einfalt að útbúa.

.

KÚLURKÓKOSMJÖLNAMMIÍTALÍAKÓKOSKÚLUR

.

Raffaello

300 g hvítt súkkulaði
50-60 g smjör
2 1/2 b gróft kókosmjöl + 3/4 b til að velta uppúr
1 b gróft saxaðar möndlur, án hýðis
smá salt

Bræðið súkkulaði og smjör í vatnsbaði. Stetjið kókosmjöl og salt í stóra skál.
Hellið súkkulaðinu saman við og blandið saman. Athugið að deigið á að vera svolítið blautt.
Notið teskeið til að móta kúlur, veltið þeim upp úr kókosmjöli og þjappið því á kúluna.
Kælið kúlurnar.
Takið kúlurnar úr ísskápnum um klukkustund áður en þær eru bornar á borð.

.

KÚLURKÓKOSMJÖLNAMMIÍTALÍAKÓKOSKÚLUR

RAFFAELLO

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Mangó- og kasjúhnetubúðingur – silkimjúkur, hollur og ferskur

Mangó- og kasjúhnetubúðingur. Ef þið eruð að leita að einföldum, hollum og fljótlegum eftirréttir sem ekki er hægt að klúðra er svarið hér. Held það sé bara ekki hægt að klúðra þessum eftirrétti. Silkimjúkur, ferskur og hollur. Það má eflaust frysta hann og gera þannig ís. Margrét Jónsdóttir Njarðvík útbú þennan góða eftirrétt þegar hún hélt mjög skemmtilegt matarboð á dögunum