Auglýsing
Borgarfjörður eystri elísabet sveinsdóttir tenerife nostalgía íslendingabarinn á tene HNÍFSDALUR SLYSAVARNAFÉLAGIÐ TINDAR Björgunarsveitin Bára djúpavogi kvenfélagið sif kvenfélagið gleym mér ei grundarfjörður PATREKSFJÖRÐUR Sjómannadagurinn sjómannadagskaffi kaffihlaðborð bolungarvík grundarfjörður sauðárkrókur fáskrúðsfjörður
STÓR-kaffihlaðborð hjá kvenfélagskonum á Patreksfirði

Sjómannadagskaffi

Víða um land er áralöng hefð fyrir kaffihlaðborðum á Sjómannadaginn. Á fb auglýsti ég eftir myndum og fékk margar (tek við myndum frá fleiri stöðum). Hér er brot af Sjómannadagskaffihlaðborðum landsmanna.

SJÓMANNADAGURINNÍSLENSKTSAUÐÁRKRÓKURFÁSKRÚÐSFJÖRÐURBOLUNGARVÍKGRUNDARFJÖRÐURHNÍFSDALURDJÚPIVOGURPATREKSFJÖRÐURBORGARFJÖRÐUR EYSTRIKAFFIHLAÐBORÐÍSLAND

🇮🇸

Sjómannadagurinn var fyrst haldinn þann 6. júní árið 1938 í Reykjavík og á Ísafirði.
Það er þó ekki fyrr en 1987 sem hann verður lögboðinn frídagur sjómanna, enda tilgangurinn ekki sá að gefa sjómönnum frí einu sinni á ári.

🇮🇸

Sauðárkrókur. Slysavarnafélagið Drangey á Sauðárkróki stendur fyrir kaffihlaðborði sjómannadagsins á Kaffi Krók. Systurnar Eybjörg og Elfa gerðu því góð skil. Konurnar í slysavarnafélaginu kunna sko að töfra fram dásamlegar kökur og tertur. Þvílíka veislan! segir Eybjörg í pósti sem fylgdi með myndunum. Á Facebook skrifar hún „Fór í æðislegt sjómannadagskaffi í dag og smakkaði allar margengsterturnar. Ekki góð hugmynd að smakka allar!”
Kaffimeðlæti á Sauðárkróki
Gestir í sjómannadagskaffinu á Kaffi Krók á Sauðárkróki
Grundarfjörður. Myndir frá hlaðborði kvenfélagsins Gleym mér ei í Grundarfirði. Myndir: Sólrún Guðjónsdóttir
Myndir frá hlaðborði kvenfélagsins Gleym mér ei í Grundarfirði. Myndir: Sólrún Guðjónsdóttir

 

Patreksfjörður. Konur í Kvenfélaginu Sif sáu um stórhlaðborð sjómannadgsins á Patreksfirði. Mynd Helga Gísladóttir
Patreksfjörður. Mynd Helga Gísladóttir
Sjómannadagskaffi á Fáskrúðsfirði, „Þetta smakkaðist býsna vel.” sagði myndasmiðurinn Sigurjón Hjálmarsson
Sjómannadagskaffi Skólamiðstöðinni á Fáskrúðsfirði. Mynd Sigurjón Hjálmarsson
Bolungarvík. Kvennadeild slysavarnarfélagsins Landsbjargar í Bolungarvík sá um kaffið og var það haldið í Slysavarnarsalnum. Myndir Þuríður Katrín Vilmundardóttir
Kaffihlaðborð í Bolungarvík. „Mjög flott kaffisala og frábærar og góðar veitingar” segir Þuríður Katrín Vilmundardóttir sem tók myndirnar.
Hnífsdalskaffihlaðborð Sjómannadagsins var í umsjón Slysavarnafélagsins Tinda. Mynd Áslaug Jensdóttir.
Á Djúpavogi sér Björgunarsveitin Bára um að grilla á bryggjunni ofaní gesti og gangandi á meðan börnin og fullorðnir dorga og leika sér á kayökum og fl. Þetta hefur mælst vel fyrir. Myndir Sóley Dögg Birgisdóttir.
Tenerife. Elísabet Sveinsdóttir frá Borgarfirði eystra sendi mynd frá Nostalgíu, Íslendingabarnum á Tenerife. Þar voru pönnukökur í tilefni Sjómannadagsins
Borgarfjörður eystri. Samkvæmt venju var það Sveinungi, björgunarsveitin á Borgarfirði eystra sem sá um Sjómannadagskaffið. Myndir Tinna Jóhanna Magnússon.

🇮🇸

SJÓMANNADAGURINNÍSLENSKTSAUÐÁRKRÓKURFÁSKRÚÐSFJÖRÐURBOLUNGARVÍKGRUNDARFJÖRÐURHNÍFSDALURDJÚPIVOGURPATREKSFJÖRÐURBORGARFJÖRÐUR EYSTRIKAFFIHLAÐBORÐÍSLAND

🇮🇸

Auglýsing