Sjómannadagskaffi

Borgarfjörður eystri elísabet sveinsdóttir tenerife nostalgía íslendingabarinn á tene HNÍFSDALUR SLYSAVARNAFÉLAGIÐ TINDAR Björgunarsveitin Bára djúpavogi kvenfélagið sif kvenfélagið gleym mér ei grundarfjörður PATREKSFJÖRÐUR Sjómannadagurinn sjómannadagskaffi kaffihlaðborð bolungarvík grundarfjörður sauðárkrókur fáskrúðsfjörður
STÓR-kaffihlaðborð hjá kvenfélagskonum á Patreksfirði

Sjómannadagskaffi

Víða um land er áralöng hefð fyrir kaffihlaðborðum á Sjómannadaginn. Á fb auglýsti ég eftir myndum og fékk margar (tek við myndum frá fleiri stöðum). Hér er brot af Sjómannadagskaffihlaðborðum landsmanna.

SJÓMANNADAGURINNÍSLENSKTSAUÐÁRKRÓKURFÁSKRÚÐSFJÖRÐURBOLUNGARVÍKGRUNDARFJÖRÐURHNÍFSDALURDJÚPIVOGURPATREKSFJÖRÐURBORGARFJÖRÐUR EYSTRIKAFFIHLAÐBORÐÍSLAND

🇮🇸

Sjómannadagurinn var fyrst haldinn þann 6. júní árið 1938 í Reykjavík og á Ísafirði.
Það er þó ekki fyrr en 1987 sem hann verður lögboðinn frídagur sjómanna, enda tilgangurinn ekki sá að gefa sjómönnum frí einu sinni á ári.

🇮🇸

Sauðárkrókur. Slysavarnafélagið Drangey á Sauðárkróki stendur fyrir kaffihlaðborði sjómannadagsins á Kaffi Krók. Systurnar Eybjörg og Elfa gerðu því góð skil. Konurnar í slysavarnafélaginu kunna sko að töfra fram dásamlegar kökur og tertur. Þvílíka veislan! segir Eybjörg í pósti sem fylgdi með myndunum. Á Facebook skrifar hún „Fór í æðislegt sjómannadagskaffi í dag og smakkaði allar margengsterturnar. Ekki góð hugmynd að smakka allar!”
Kaffimeðlæti á Sauðárkróki
Gestir í sjómannadagskaffinu á Kaffi Krók á Sauðárkróki
Grundarfjörður. Myndir frá hlaðborði kvenfélagsins Gleym mér ei í Grundarfirði. Myndir: Sólrún Guðjónsdóttir
Myndir frá hlaðborði kvenfélagsins Gleym mér ei í Grundarfirði. Myndir: Sólrún Guðjónsdóttir

 

Patreksfjörður. Konur í Kvenfélaginu Sif sáu um stórhlaðborð sjómannadgsins á Patreksfirði. Mynd Helga Gísladóttir
Patreksfjörður. Mynd Helga Gísladóttir
Sjómannadagskaffi á Fáskrúðsfirði, „Þetta smakkaðist býsna vel.” sagði myndasmiðurinn Sigurjón Hjálmarsson
Sjómannadagskaffi Skólamiðstöðinni á Fáskrúðsfirði. Mynd Sigurjón Hjálmarsson
Bolungarvík. Kvennadeild slysavarnarfélagsins Landsbjargar í Bolungarvík sá um kaffið og var það haldið í Slysavarnarsalnum. Myndir Þuríður Katrín Vilmundardóttir
Kaffihlaðborð í Bolungarvík. „Mjög flott kaffisala og frábærar og góðar veitingar” segir Þuríður Katrín Vilmundardóttir sem tók myndirnar.
Hnífsdalskaffihlaðborð Sjómannadagsins var í umsjón Slysavarnafélagsins Tinda. Mynd Áslaug Jensdóttir.
Á Djúpavogi sér Björgunarsveitin Bára um að grilla á bryggjunni ofaní gesti og gangandi á meðan börnin og fullorðnir dorga og leika sér á kayökum og fl. Þetta hefur mælst vel fyrir. Myndir Sóley Dögg Birgisdóttir.
Tenerife. Elísabet Sveinsdóttir frá Borgarfirði eystra sendi mynd frá Nostalgíu, Íslendingabarnum á Tenerife. Þar voru pönnukökur í tilefni Sjómannadagsins
Borgarfjörður eystri. Samkvæmt venju var það Sveinungi, björgunarsveitin á Borgarfirði eystra sem sá um Sjómannadagskaffið. Myndir Tinna Jóhanna Magnússon.

🇮🇸

SJÓMANNADAGURINNÍSLENSKTSAUÐÁRKRÓKURFÁSKRÚÐSFJÖRÐURBOLUNGARVÍKGRUNDARFJÖRÐURHNÍFSDALURDJÚPIVOGURPATREKSFJÖRÐURBORGARFJÖRÐUR EYSTRIKAFFIHLAÐBORÐÍSLAND

🇮🇸

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.