Það sem maturinn á Pure Deli er himneskur á bragðið, fallega fram borinn og litagleðin í fyrirrúmi – allt heiðarlegt fram í fingurgóma. Við ákváðum að gerast enn hollari í nokkra daga og gerðumst fastagestir á Pure Deli– mæli fullkomlega með gæða matnum hjá þeim á Pure Deli í Urðarhvarfi í Kópavogi.
Spicy tunavefja, Pure Deli salat og Avókadó og kjúklingavefjaPitsa með perum, gráðaosti og kasjúhnetumSterk döðlu pitsa. Chilli, pepperoni, döðlur, mozarella, ítölsk sósa & parmesanKarrýkókossúpa sem ég útnefnndi bestu súpu á Íslandi um árið (það hefur ekki breyst) og fékk uppskriftina.Avókadópitsa. Avocado, klettasalat, tómatar og mozarella,Serrano pitsa. Klettasalat, mozzarella, pestó, ítölsk pizzusósa og parmesanGrænn búst: Avocado, spínat, engifer, epli og sítróna Bleikur búst: Jarðarber, mango, epli og mintaSveitasæla. Mozarella, parmesan, rjómaostur, lúxus sveitaskinka, sveppir oreganó og steinseljuolia.Pakistani Chicken og Avókadó vefjurAvókadó salatMargarita og Calzone (Sveppir, skinka, mozarella, ítölsk pizzusósa, hvítlauksolia & parmesan)Pure Deli Chicken Salat og Avókadó ToastÞað er helgarbrunch á Pure Deli laugardaga og sunnudaga frá 10-15. FÆRSLAN ER UNNIN Í SAMVINNU VIÐ PURE DELI
Hollustusalat allra tíma. Við erum það sem við borðum er stundum sagt. Hollt og gott salat með laxi, bláberjum, avókadó, valhnetum, grænkáli, chia og góðri olíu er eitthvað sem gerir okkur gott - mjög gott. Munum að líkaminn þarfnast fitu, góðrar hollrar fitu. Þar sem olíur innihalda mismikið magn af nauðsynlegum fitusýrum er gott að eiga og nota nokkrar olíutegundir til skiptis frekar en að nota alltaf sömu olíuna. Basískt, fituríkt og litfagurt salat sem á alltaf við.
Ávextir á þremur hæðum.Það er upplagt að nota þriggja hæða smákökudiskana, sem víða eru til og flestir nota á jólunum, undir ávexti og grænmeti. Fátt er eins fallegt og girnilegt og litfagrir ávextir.
Möndlu- og ostaterta. Að vísu er enginn ostur í þessari ostatertu en áferðin á fyllingunni minnir á ostatertu. Alveg silkimjúk fylling og chiliið í súkkulaðinu gerir gæfumuninn. Það er ekki nokkur leið að hætta að borða þessa tertu.