Pure Deli – besta súpa á Íslandi

Pure Deli – besta súpa á Íslandi

Sætabrauðsdrengirnir borðuðu saman á Pure Deli í Listasafni Kópavogs (við hliðina á Salnum) fyrir jólagleðitónleikana og ég verð nú að deila því með ykkur að þar fæst besta súpa á Íslandi. Kókoskarrýkjúklingasúpa sem er borin fram með ristuðu súrdeigsbrauði og heimagerðu pestói. Þessi súpa toppar allar súpur og þið bara verðið að fara og smakka hana. 

Hollar vefjur á Pure Deli bragðast afar vel, eru ljúffengar og fara vel í maga.

PURE DELIVEITINGASTAÐIRÍSLAND

Vefjur

Tveir Pure Deli staðir eru á höfuðborgarsvæðinu, annar í Gerðarsafni og hinn í Urðarhvarfi

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Þunglyndismeðferð sem byggist á mataræði

Þunglyndismeðferð sem byggist á mataræði. Glútein, mjólkurvörur, koffín og sykur er meðal þeirra efna sem fólk, sem glímir við þunglyndi, ætti að forðast til að bæta líðan sína. Þrír þunglyndissjúklingar sýndu verulegar framfarir eftir sex mánaða meðferð þar sem þeir voru fræddir um mikilvægi mataræðis fyrir geðheilsu og farið var í reglulegar gönguferðir.

Páskaterta

Paskaterta

Páskaterta. Páskarnir eru dásamlegur tími. Í mörg var ég blaðamaður á Gestgjafanum, einhverju sinni gerðum við messukaffi í Dómkórsins á páskadagsmorgun skil í blaðinu. Þar er messa klukkan átta og önnur klukkan ellefu. Á milli er kaffihlaðborð kórmeðlima, allir koma með kaffimeðlæti og úr verður hið besta og mesta hlaðborð. Allar götur síðan hef ég verið boðinn í hlaðborðið þeirra á páskadagsmorgun - yndislegt að byrja einn dag á ári í veglegu kaffihlaðborði.

Sælgætisterta Carolu – svakalega góð

Sælgætisterta Carolu. Það má vel nota hinar ýmsu pakkakökur, sem fást í búðum, sem grunn að einhverju öðru og enn betra. Hér er gott dæmi um það, sannkölluð sælgætisterta sem ég hámaði í mig af mestu áfergju. Leiðir okkar Carolu lágu fyrst saman þegar við af miklum móð máluðum á postulín fyrir allmörgum árum. Síðan þá hef ég oft fengið hjá henni hið besta kaffimeðlæti og aðrar veitingar.