
Steiktir sveppir með eplum og balsamic
Það er eitthvað notalegt við að tína sveppi á fögrum degi og matreiða þá strax. Auðvitað má nota hvaða ætu sveppi sem er úr náttúrinni.
— KÚALUBBI — SVEPPIR — VEGAN —
.
Steiktir sveppir með eplum og balsamic
Kúalubbinn var saxaður í sneiðar, steiktur í kókosolíu á pönnu. Þegar sneiðararnar voru byrjaðar að brúnast fór saman við epli í litlum þunnum sneiðum og blaðlaukur. Herlegheitin voru svo krydduð með salti og pipar. Í restina var einni msk af balsamik ediki bætt við.
Sveppa/eplablandan er stórfín volgt ofan á brauð.


— KÚALUBBI — SVEPPIR — VEGAN —
.