Orkustykki

Orkustykki energy bar Energy bars FJALLGANGA HREYFING ORKA NESTI ÞURRKAÐIR ÁVEXTIR HNETUR FRÆ HOLLUSTUNAMMI ORKA
Orkustykki – Orkurík og bragðgóð

Orkustykki – Tilvalin í gönguna!

Einn af mörgum kostum við að hreyfa sig mikið er að brennslan eykst og hægt er að borða með góðri samvisku. Orkurík og bragðgóð orkustykki gott fólk.

SALTHNETURFJALLGANGAHREYFINGORKAÞURRKAÐIR ÁVEXTIR

.

Nokkur af hráefnunum í orkustykkin

Orkustykki

1 b salthnetur
1/2 b fræ (t.d. sesamfræ, hörfræ og sólbómafræ)
1 b múslí
1 b kókosmjöl
1 b blanda af söxuðum þurrkuðum ávöxtum t.d. apríkósur, sveskjur, döðlur eða gráfíkjur
2/3 dl síróp
100 g smjör
200 g gott dökkt súkkulaði (ekki sætt)

1/2 tsk salt

Bræðið smjör og súkkulaði í potti, bætið við sírópi. Öllu hinu blandað vel saman við.
Setjið í muffinsform eða hellið á bökunapappírsklædda plötu og þjappað létt niður. Látið bíða í ísskáp yfir nótt.
Að lokum skorið í hæfileg stykki. Geymist best í kæli.

SALTHNETURFJALLGANGAHREYFINGORKAÞURRKAÐIR ÁVEXTIR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Bankabyggsalat með pestói og sólþurrkuðum tómötum

Bankabyggsalat. Það er gráupplagt að nota bankabygg í salat. Sólrún riggaði upp fjölbreyttu hlaðborði um daginn, þar var m.a. boðið upp á þetta undursamlega góða salat. Eins og oft áður hjá henni átum við yfir okkur....

Gulrótakaka

Gulrótaterta

Gulrótakaka eins og þessi hentar hvort sem er með kaffinu eða í eftirrétt. Eins og með aðrar hráfæðistertur tekur ekki langa stund að útbúa hana og hún er næstum því óbærilega góð. Það þarf ekki að leggja möndlur í bleyti en ef þið hafið tíma til að láta þær liggja í nokkrar klukkustundir eða yfir nótt verða þær betri. Hingað komu nokkrir stórsöngvarar í kaffi og gúffuðu í sig tertunni með

Fylltar pönnukökur með ávaxtamascarpone

Albert, Signý og Steinunn

Fylltar pönnukökur með ávaxtamascarpone. Það eru notalegar og hlýjar minningar sem flestir eiga tengdar pönnukökum. Hver man ekki eftir pönnukökustöflunum í hinum og þessum veislum. Þegar ég baka pönnukökur er ég með tvær pönnur(stundum þrjár), en mikið dáist ég að húsmæðrum á öldum áður sem aðeins höfðu eina pönnu og voru með stór heimili.

Kínósaalat með kóríander og lime

Kínóasalat

Kínósaalat með kóríander og lime. Létt og gott salat sem getur bæði verið sér réttur eða meðlæti með góðum mat. Kínóa fer vel í maga og við ættum að nota það meira í matargerð, það innildur prótín, kalk, járn, sink, B-vítamín. Svo er það glúteinlaust.

Gulrótakaka Aldísar frænku

Gulrótarkaka Aldísar frænku. Sumar kökur eru betri en aðrar segir Eyjólfur Eyjólfsson söngvari.  „Gulrótarkaka móðursystur minnar er sú kaka sem ég kannski held mest upp á – ef til vill vegna þess að hún er í senn hátíðleg og ósköp hversdagsleg. Þó svo að móðir mín sé þekkt fyrir íburðarmiklar stríðstertur hef ég yfirleitt hneigst meira til kökubaksturs eins og ég kynntist í sveit sem strákur. Þá á ég að sjálfsögðu ekki við sunnudagshnallþórurnar heldur hinar stóísku og yfirveguðu jóla- og marmakökur sem gengu í svo til heilagt hjónaband með ógerilsneyddri kúamjólkinni.