Orkustykki

Orkustykki energy bar Energy bars FJALLGANGA HREYFING ORKA NESTI ÞURRKAÐIR ÁVEXTIR HNETUR FRÆ HOLLUSTUNAMMI ORKA
Orkustykki – Orkurík og bragðgóð

Orkustykki – Tilvalin í gönguna!

Einn af mörgum kostum við að hreyfa sig mikið er að brennslan eykst og hægt er að borða með góðri samvisku. Orkurík og bragðgóð orkustykki gott fólk.

SALTHNETURFJALLGANGAHREYFINGORKAÞURRKAÐIR ÁVEXTIR

.

Nokkur af hráefnunum í orkustykkin

Orkustykki

1 b salthnetur
1/2 b fræ (t.d. sesamfræ, hörfræ og sólbómafræ)
1 b múslí
1 b kókosmjöl
1 b blanda af söxuðum þurrkuðum ávöxtum t.d. apríkósur, sveskjur, döðlur eða gráfíkjur
2/3 dl síróp
100 g smjör
200 g gott dökkt súkkulaði (ekki sætt)

1/2 tsk salt

Bræðið smjör og súkkulaði í potti, bætið við sírópi. Öllu hinu blandað vel saman við.
Setjið í muffinsform eða hellið á bökunapappírsklædda plötu og þjappað létt niður. Látið bíða í ísskáp yfir nótt.
Að lokum skorið í hæfileg stykki. Geymist best í kæli.

SALTHNETURFJALLGANGAHREYFINGORKAÞURRKAÐIR ÁVEXTIR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Ostakúla með beikoni, hnetum og döðlum

Ostakúla með beikoni, hnetum og döðlum. Ef einhver er í tímaþröng en vill bjóð upp á góðgæt er þessi ostakúla tilvalin. Ef eitthvað er þá verður hún bara betri við að bíða í ísskápnum yfir nótt.