Auglýsing
Með Catharinu, stofnanda og eiganda The Ashram

Ævintýri í heilsuhópi lokið

Við tókum þátt í dagskrá heilsueflingarhóps frá Kaliforníu í sumar, The Ashram, sem hin sænska Catharina Hedberg setti á stofn fyrir 48 árum. Hugsunin var að fólk reyndi á sig líkamlega, liði vel í eigin skrokki með nuddi daglega, jóga- og leikfimitímum og borðaði hollan mat. Þetta var mjög framandi á sínum tíma, en varð fljótlega vinsælt, enda kærkomið að komast úr ys borgarinnar og kyrrsetu í faðm náttúrunnar.

Á hverjum degi var því þétt dagskrá, vaknað snemma og farið snemma í ból. Það er alltaf fróðlegt og gaman að upplifa landið með augum útlendinga. Vatnið, fiskurinn, fossarnir, skyrið, hreina loftið er það sem oftast var nefnt. Þau voru líka ánægð með þoku og rigningu. Mörg komu úr miklum hita og voru þakklát fyrir “svalann”.

JÁ! Þeim fannst Íslendingar afar rólegir yfir eldgosi svo skammt frá höfuðborginni og mörg voru farin að segja já á innsoginu 🙂

Hér er örlítið brot frá síðustu vikum (smellið á heiti réttanna til að sjá uppskriftirnar):

Kínóa/ananas, avókadóterta, steiktir sveppir og orkustykki

.

Róið til fiskjar, fjallagrasabrauð, Steinaldarbrauð og melónusalat
Regnbogi myndaður á himneskum morgni.

 

Auglýsing