Papriku- og chilisulta Sollu

Papriku- og chilisulta Sollu paprikusulta stöðvarfjörður sólveig friðriksdóttir chili paprika red pepper chili jam recipe bell pepper
Papriku- og chilisultur Sollu, með engiferi til vinstri og appelsínu til hægri. Brauðið er ÞETTA HÉR

Papriku- og chilisulta Sollu

Solveig Friðriksdóttir jógakennari og margt fleira á Stöðvarfirði hefur þróað sínar útgáfur af papriku- og chilisultunni góðu. Hér eru tvær útgáfur, önnur með engifer og hin með appelsínu. Báðar mjög góðar. Ef þið viljið ekki hafa sultuna mjög sterka er ráðið að sleppa að nota chilifræin og hvíta hlutann sem þau hanga á. Til gaman má geta þess að Solla ræktar chili sjálf.

STÖÐVARFJÖRÐURCHILISULTAPAPRIKAAPPELSÍNURBRAUÐIÐ

.

Solveig Friðriksdóttir
Papriku- og chilisultur Sollu, með engiferi til vinstri og appelsínu til hægri. Brauðið er ÞETTA HÉR

Papriku- og chilisulta Sollu

4 -5 rauðar frekar stórar paprikur
5-10 stk chili aldin
1 appelsína
250-300 ml edik
600 gr sultusykur (eða sykur + 1 poki hleypir)

Aðferð:

Chili ásamt fræjum saxað smátt í matvinnsluvél.
Paprikan kjarnhreinsuð og skorin í grófa bita, börkurinn tekinn af appelsínunni og hún skorin í bita. Bætt út í chili mixið og saxað (ekki alveg í mauk)

Blandan sett í pott, sykri og ediki bætt saman við. Látið malla saman í nokkrar mínútur. Ef hleypir er notaður ásamt sykrinum er hann settur í og soðið skv leiðbeiningum á pakka. Látið kólna smá áður en sett er á hreinar krukkur. Krukkunum lokað, látið standa á bekk meðan hún kólnar og svo í ísskáp.

Papriku- og chilisulta Sollu með engifer

3-4 gular og 1 rauð paprika (frekar stórar)
5-10 stk chili aldin
30-50 gr engifer
1 sítróna
250-300 ml edik
600 gr sultusykur (eða sykur + 1 poki hleypir)

Chili ásamt fræjum og engifer (án hýðis) saxað smátt í matvinnsluvél. Paprikan kjarnhreinsuð og skorin í grófa bita. Börkurinn tekinn af sítrónunni og hún skorin í bita. Bætt út í skálina með chili/engifer og saxað (ekki alveg í mauk).

Blandan sett í pott, sykur og ediki bætt saman við. Látið malla saman í nokkrar mínútur. Ef hleypir er notaður ásamt sykrinum er hann settur í og soðið skv leiðbeiningum á pakka. Látið kólna smá áður en sett er á hreinar krukkur. Krukkunum lokað, látið standa á bekk meðan hún kólnar og svo í ísskáp.

*ATH – Erfitt er að áætla magn chili því aldin eru mis sterk. Það er því smekksatriði hve mikið er af því. Ég hef fræin með til að fá sem mestan styrk en að sjálfsögðu má kjarnhreinsa hann líka. Einnig með engiferinn, hann rífur vel í og saman eru þeir mjög hressandi.
Einnig er hægt að nota sukrin eða annan “sykur” sem má sjóða til að fá sykurlausa útgáfu.

Sollusulturnar fást á Salthússmarkaðnum á Stöðvarfirði

STÖÐVARFJÖRÐURCHILISULTAPAPRIKAAPPELSÍNURBRAUÐIÐ

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Bláberjaterta

Blaberjakaka

Bláberjaterta. Við búum enn svo vel að eiga bláber frá síðasta sumri sem móðir mín tíndi í lítravís og frysti. Berin fóru frosin í botninn og sprungu í hitanum.... Í upphaflegu uppskriftinni, sem hér er lítillega breytt, er tekið fram að kökunni eigi að hvolfa á tertudisk eftir bakstur og bera þannig fram. Þið veljið hvora aðferðina þið notið. Bláberjatertan er vegan, en þeir sem eru vegan borða ekki dýraafurðir, ég veit ekki hvort er til íslenskt orð yfir vegan en auglýsi eftir því hér með (grænmetisæta er ekki nógu gott).

Bessastaðaterta frá forsetatíð Kristjáns og Halldóru Eldjárn

Bessastaðaterta frá forsetatíð Kristjáns og Halldóru Eldjárn. Vilborg systir mín var aðstoðarráðskona á forsetasetrinu síðasta ár Kristjáns Eldjárns í embætti og vann þar fyrstu mánuði Vigdísar. Ég fór einu sinni í heimsókn þegar hún var að vinna á Bessastöðum og mér fannst þetta eins og höll - þarna var ég ekki orðinn táningur. Held það sé í lagi að segja frá því núna að ég svalaði forvitni minni vel með því að skoða allt húsið hátt og lágt og naut þess í botn. Man eftir að hafa farið í vínkjallarann undir eldhúsinu, niður þröngan stiga, þar sem  einu sinni var fangelsi. Í kjallaranum voru rimlar fyrir litlu gluggunum og metersþykkir veggir (eins og allstaðar í húsinu) og svo mátti enn sjá hlekki í útveggnum. Í eldhúsinu man ég að voru stórar tréskúffur með mat í, ein var full af rúsínum....

Borðað í Brussel – myndband frá matarborginni miklu

Borðað í Brussel - myndband frá matarborginni miklu. Brussel er margrómuð fyrir góðan mat og fjölmenningaráhrif í matargerð. Farið verður í gönguferð um gömlu borgina, matarmarkaður skoðaður, kíkt í sælkerabúðir og á eftirminnilegt kaffihús. Þetta er bragðgóð matarferð sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.