Papriku- og chilisulta Sollu

Papriku- og chilisulta Sollu paprikusulta stöðvarfjörður sólveig friðriksdóttir chili paprika red pepper chili jam recipe bell pepper
Papriku- og chilisultur Sollu, með engiferi til vinstri og appelsínu til hægri. Brauðið er ÞETTA HÉR

Papriku- og chilisulta Sollu

Solveig Friðriksdóttir jógakennari og margt fleira á Stöðvarfirði hefur þróað sínar útgáfur af papriku- og chilisultunni góðu. Hér eru tvær útgáfur, önnur með engifer og hin með appelsínu. Báðar mjög góðar. Ef þið viljið ekki hafa sultuna mjög sterka er ráðið að sleppa að nota chilifræin og hvíta hlutann sem þau hanga á. Til gaman má geta þess að Solla ræktar chili sjálf.

STÖÐVARFJÖRÐURCHILISULTAPAPRIKAAPPELSÍNURBRAUÐIÐ

.

Solveig Friðriksdóttir
Papriku- og chilisultur Sollu, með engiferi til vinstri og appelsínu til hægri. Brauðið er ÞETTA HÉR

Papriku- og chilisulta Sollu

4 -5 rauðar frekar stórar paprikur
5-10 stk chili aldin
1 appelsína
250-300 ml edik
600 gr sultusykur (eða sykur + 1 poki hleypir)

Aðferð:

Chili ásamt fræjum saxað smátt í matvinnsluvél.
Paprikan kjarnhreinsuð og skorin í grófa bita, börkurinn tekinn af appelsínunni og hún skorin í bita. Bætt út í chili mixið og saxað (ekki alveg í mauk)

Blandan sett í pott, sykri og ediki bætt saman við. Látið malla saman í nokkrar mínútur. Ef hleypir er notaður ásamt sykrinum er hann settur í og soðið skv leiðbeiningum á pakka. Látið kólna smá áður en sett er á hreinar krukkur. Krukkunum lokað, látið standa á bekk meðan hún kólnar og svo í ísskáp.

Papriku- og chilisulta Sollu með engifer

3-4 gular og 1 rauð paprika (frekar stórar)
5-10 stk chili aldin
30-50 gr engifer
1 sítróna
250-300 ml edik
600 gr sultusykur (eða sykur + 1 poki hleypir)

Chili ásamt fræjum og engifer (án hýðis) saxað smátt í matvinnsluvél. Paprikan kjarnhreinsuð og skorin í grófa bita. Börkurinn tekinn af sítrónunni og hún skorin í bita. Bætt út í skálina með chili/engifer og saxað (ekki alveg í mauk).

Blandan sett í pott, sykur og ediki bætt saman við. Látið malla saman í nokkrar mínútur. Ef hleypir er notaður ásamt sykrinum er hann settur í og soðið skv leiðbeiningum á pakka. Látið kólna smá áður en sett er á hreinar krukkur. Krukkunum lokað, látið standa á bekk meðan hún kólnar og svo í ísskáp.

*ATH – Erfitt er að áætla magn chili því aldin eru mis sterk. Það er því smekksatriði hve mikið er af því. Ég hef fræin með til að fá sem mestan styrk en að sjálfsögðu má kjarnhreinsa hann líka. Einnig með engiferinn, hann rífur vel í og saman eru þeir mjög hressandi.
Einnig er hægt að nota sukrin eða annan “sykur” sem má sjóða til að fá sykurlausa útgáfu.

Sollusulturnar fást á Salthússmarkaðnum á Stöðvarfirði

STÖÐVARFJÖRÐURCHILISULTAPAPRIKAAPPELSÍNURBRAUÐIÐ

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.