Papriku- og chilisulta Sollu

Papriku- og chilisulta Sollu paprikusulta stöðvarfjörður sólveig friðriksdóttir chili paprika red pepper chili jam recipe bell pepper
Papriku- og chilisultur Sollu, með engiferi til vinstri og appelsínu til hægri. Brauðið er ÞETTA HÉR

Papriku- og chilisulta Sollu

Solveig Friðriksdóttir jógakennari og margt fleira á Stöðvarfirði hefur þróað sínar útgáfur af papriku- og chilisultunni góðu. Hér eru tvær útgáfur, önnur með engifer og hin með appelsínu. Báðar mjög góðar. Ef þið viljið ekki hafa sultuna mjög sterka er ráðið að sleppa að nota chilifræin og hvíta hlutann sem þau hanga á. Til gaman má geta þess að Solla ræktar chili sjálf.

STÖÐVARFJÖRÐURCHILISULTAPAPRIKAAPPELSÍNURBRAUÐIÐ

.

Solveig Friðriksdóttir
Papriku- og chilisultur Sollu, með engiferi til vinstri og appelsínu til hægri. Brauðið er ÞETTA HÉR

Papriku- og chilisulta Sollu

4 -5 rauðar frekar stórar paprikur
5-10 stk chili aldin
1 appelsína
250-300 ml edik
600 gr sultusykur (eða sykur + 1 poki hleypir)

Aðferð:

Chili ásamt fræjum saxað smátt í matvinnsluvél.
Paprikan kjarnhreinsuð og skorin í grófa bita, börkurinn tekinn af appelsínunni og hún skorin í bita. Bætt út í chili mixið og saxað (ekki alveg í mauk)

Blandan sett í pott, sykri og ediki bætt saman við. Látið malla saman í nokkrar mínútur. Ef hleypir er notaður ásamt sykrinum er hann settur í og soðið skv leiðbeiningum á pakka. Látið kólna smá áður en sett er á hreinar krukkur. Krukkunum lokað, látið standa á bekk meðan hún kólnar og svo í ísskáp.

Papriku- og chilisulta Sollu með engifer

3-4 gular og 1 rauð paprika (frekar stórar)
5-10 stk chili aldin
30-50 gr engifer
1 sítróna
250-300 ml edik
600 gr sultusykur (eða sykur + 1 poki hleypir)

Chili ásamt fræjum og engifer (án hýðis) saxað smátt í matvinnsluvél. Paprikan kjarnhreinsuð og skorin í grófa bita. Börkurinn tekinn af sítrónunni og hún skorin í bita. Bætt út í skálina með chili/engifer og saxað (ekki alveg í mauk).

Blandan sett í pott, sykur og ediki bætt saman við. Látið malla saman í nokkrar mínútur. Ef hleypir er notaður ásamt sykrinum er hann settur í og soðið skv leiðbeiningum á pakka. Látið kólna smá áður en sett er á hreinar krukkur. Krukkunum lokað, látið standa á bekk meðan hún kólnar og svo í ísskáp.

*ATH – Erfitt er að áætla magn chili því aldin eru mis sterk. Það er því smekksatriði hve mikið er af því. Ég hef fræin með til að fá sem mestan styrk en að sjálfsögðu má kjarnhreinsa hann líka. Einnig með engiferinn, hann rífur vel í og saman eru þeir mjög hressandi.
Einnig er hægt að nota sukrin eða annan “sykur” sem má sjóða til að fá sykurlausa útgáfu.

Sollusulturnar fást á Salthússmarkaðnum á Stöðvarfirði

STÖÐVARFJÖRÐURCHILISULTAPAPRIKAAPPELSÍNURBRAUÐIÐ

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Blómkáls kúskús salat

Kús kús blómkálssalat

Blómkáls kús kús salat. Blómkál er uppfullt af c og k vítamínum og fyrir ykkur sem hugsið um hitaeiningar: blómkál inniheldur örfáar hitaeiningar. En blómkál er frekar tormelt og því mikilvægt að tyggja það vel, eða skella því í matvinnsluvélina. Á Indlandi er turmeric kryddað blómkál gamalt húsráð til að styrkja ónæmiskerfið og hreinsa út bakteríur. Þetta salat getur hvort heldur verið aðalréttur eða meðlæti.

Uppskriftasamkeppni fyrir Kökubækling Nóa Síríus 2017

Uppskriftasamkeppni fyrir Kökubækling Nóa Síríus 2017. Þau eru mörg verkefnin og ólík. Á dögunum var ég beðinn að útbúa uppskriftir fyrir kökubækling Nóa Síríus sem kemur út í haust. Næstu vikur verða því ekkert sérstaklega leiðinlegar, hér verða prófaðar uppskriftir fyrir bæklinginn. Til að gera hann enn fjölbreyttari blása alberteldar.com og Nói Síríus til uppskriftasamkeppni og mun ein uppskrift birtast í kökubæklingnum(kannski tvær). Eina skilyrðið er að í uppskriftinni séu vara/vörur frá Nóa Síríus.

Að sjálfsögðu verða verðlaun fyrir bestu uppskriftina: Glæsileg karfa með vörum frá Nóa Síríus og verðlaunauppskriftin birtist í kökubæklingunum (og kannski smá aukaglaðningur). Auk þess verða veitt verðlaun fyrir annað og þriðja sætið

Endilega hvetjið bökurnarglaða Íslendinga til að vera með og sendið inn uppskriftir á netfangið albert.eiriksson@gmail.com Skilafrestur er til 31.júlí nk.

Þið megið gjarnan deila færslunni

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave