
Dagljósalampi frá Eirberg
Þegar fer að hausta og fram á vor getum við fundið fyrir þreytu, depurð, orkuleysi og einbeitingarskorti sem tengst getur lítilli birtu. Í vikunni hitti ég konu sem ákvað að bretta upp ermar til að sporna við skammdegisdepurð sem hún segist oft finna fyrir. Sjálfur er ég mun orkuminni yfir háveturinn – ég ákvað ég að taka konuna mér til fyrirmyndar með ýmsu móti. Fyrsta skrefið er að auka verulega D – vítamínið og svo fékk ég mér dagljósalampa frá Eirberg.
Það er nóg að sitja fyrir framan ljósið í 20-30 mínútur, ekki horfa það heldur hafa það í sjónlínu snemma morguns t.d. meðan morgunkaffið er drukkið eða meðan flett er yfir það helsta á samfélagsmiðlum.
Dagljósalampinn líkir eftir sólarljósi sem sendir birtu sem hjálpar okkur.
Hér er smá lesning um skammdegisdepurð og hvað hægt er að gera – SMELLIÐ HÉR.



— D VÍTAMÍN — HREYFING — SÓLSKIN — ÁHUGAMÁL — MATUR LÆKNAR — KAFFIHÚS — SVEFN —
.