Kókos-karrí-rjóma-fiskisúpa

Soffía Auður Birgisdóttir og Þorvarður Árnason á Höfn í Hornafirði buðu í dýrindis humarsúpu hornafjörður MATARMIKIL SÚPA krækiberjasaft
Kókos-karrí-rjóma-fiskisúpa

Kókos-karrí-rjóma-fiskisúpa. Soffía Auður Birgisdóttir bókmenntafræðingur bauð í dýrindis humarsúpu á Höfn í Hornafirði.

Soffía er vel kunn fyrir störf sín, m.a. á sviði kvennabókmennta og ekki síst fyrir doktorsritgerð sína og bók um verk Þórbergs Þórðarsonar.
Hún er talin líkjast leikkonunni Meryl Streep, jafnvel svo að þess eru dæmi að fólk hafi litið snöggt á hana á sjónvarpsskjá og orðið forviða á því að Meryl skuli vera farin að tala reiprennandi íslensku. Soffía er aftur á móti ekki kunn fyrir að hafa leikið mikið, en hún hefur þó á fjölbreyttum ferli sínum skrifað leiklistargagnrýni jafnhliða gagnrýni um bókmenntir.
Eiginmaður Soffíu er Þorvarður Árnason náttúrufræðingur og forstöðumaður Háskólaseturs Hornafjarðar, en þess má geta að hann er frábær ljósmyndari en hógvær. Þó má nú loks vænta sýningar af hans hálfu.

Þau hjón kunna þá list að taka á móti fólki opnum örmum, frjálsleg, skemmtileg og hreinskiptin.

Það veiðist lítið af humri, en búandi á Hornafirði hefur humarsúpa verið ótal sinnum á matseðlinum í gegnum árin. Soffía segist upphaflega hafa fundið uppskriftina í Veislubók Hagkaupa, en eins og gengur hefur hún þróast og tekið ýmsa snúninga.

HORNAFJÖRÐURFISKISÚPURHUMARFISKRÉTTIRKRÆKIBERJASAFTHUMARSÚPUR

.

Soffía Auður ber súpupottinn á borðið

Kókos-karrí-rjóma-fiskisúpa

Súpan er gerð með góðum grænmetisgrunni, þ.e. ég byrja á að steikja gulrætur, sellerí, blaðlauk og hvítlauk í olíu og blanda karrí og tómatpúrru saman við. Helli síðan 1-2 lítrum af vatni saman, smá hvítvít (eða mysu) líka, fiskiteninga (2 í 1 lítra) og súputeninga (4 í 1 lítra) og sýð þetta í korter. Þá sía ég grænmetið úr og baka upp súpuna með smjörbollu (smjör og hveiti). Þá er komið að því að bæta kókosmjólk út í (1 dós í 1 lítra) og að lokum fullt af rjóma.

Set humarinn (það má nota hvaða fisk sem er) síðast í með rjómanum og sýð í 2-3 mín í viðbók, rétt áður en maður ber þetta fram.
Svo bara salta og pipra eftir smekk… og skreyta með steinselju og smátt saxaðri papriku, eða hverju öðru sem vera vill.
Fyrir matinn var skálað í krækiberjasaft sem Hlynur Pálmason leikstjóri færði hjónunum, með því voru ostar, pestó, skinka og fleira góðgæti.
Kókos-karrí-rjóma-fiskisúpa
Árni Harðarson, Karitas Ívarsdóttir, Sigfríður Björnsdóttir, Albert, Bergþór og Soffía Auður. Þorvarður tók myndina

HORNAFJÖRÐURFISKISÚPURHUMARFISKRÉTTIRKRÆKIBERJASAFTHUMARSÚPUR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.