Lifum og borðum betur – fjögurra vikna námskeið verður í janúar 2024
Það hendir okkur flest að „vera andlaus” í eldhúsinu, stundum finnst okkur eins og það sé alltaf það sama í matinn og „lítið að gerast” – við erum föst í vananum. Hvað með að fá uppskriftir, viku fyrir viku og í leiðinni bæta líðan okkar og heilsu?
Næsta námskeið verður í janúar 2024 (ath. takmarkaður fjöldi). Vinsamlega sendið póst til að skrá ykkur: SENDA PÓST eða á albert.eiriksson@gmail.com
Hér eru umsagnir: UMSAGNIR og enn fleiri UMSAGNIR.
Takmarkaður fjöldi – engir öfgar eða leiðindi. Aðeins heiðarlegur, hollur, góður matur. Einfaldar, auðveldar og fljótlegar uppskriftir að hollum mat.
Netfundir í hverri viku. Matseðlar fyrir hverja viku. Stuðningshópur á fb.
Fjögurra vikna námskeið á netinu. Fullt verð: 35.000.-
Nánari upplýsingar og skráningar: albert.eiriksson@gmail.com
Ummæli:
Þetta hafa sennilega verið bestu vikur í langan tíma fyrir mig. Ótrúlega þakklát að hafa fengið að vera með í þessu.
Allavega hef ég fundið mikinn mun á mér að svo mörgu leiti eins og: enginn höfuðverkur(mjög gjörn á að fá hann).
Engir magaverkir (var alltaf uppþembd).
Engir liðverkir (leið alltaf áður eins og ég væri með beinverki).
Bjúgurinn farinn og slatti af kílóum.
Hef reynt svo marga megrunarkúra og alltaf gefist upp vegna hungurs.
En þetta er greinilega það sem virkar fyrir mig, ég vissi að sykur væri eitur en áttaði mig ekki á því hversu mikið.
Og svo hef ég alltaf verið kolvetnisfíkill.
Maturinn var fjölbreyttur og bragðgóður, aldrei vottaði fyrir sykurþörf eða að ég saknaði einhvers. Tvisvar eða þrisvar borðaði ég sætindi í kökuboði en fannst ekkert mál að koma mér aftur í gírinn. Niðurstaðan: mikil vellíðan, meiri orka, aldrei þreyta eða slen.