Lifum og borðum betur – næsta námskeið verður í janúar 2024

Albert eldar
Lifum og borðum betur – fjögurra vikna námskeið á netinu. Hollur, góður matur – engar öfgar, engin leiðindi. Einfaldar, auðveldar og fljótlegar uppskriftir að hollum mat. ATH: að er möguleiki að fá námskeiðsgjaldið endurgreitt frá stéttarfélagi.

Lifum og borðum betur – fjögurra vikna námskeið verður í janúar 2024

Það hendir okkur flest að „vera andlaus” í eldhúsinu, stundum finnst okkur eins og það sé alltaf það sama í matinn og „lítið að gerast” – við erum föst í vananum. Hvað með að fá uppskriftir, viku fyrir viku og í leiðinni bæta líðan okkar og heilsu?

Næsta námskeið verður í janúar 2024 (ath. takmarkaður fjöldi). Vinsamlega sendið póst til að skrá ykkur: SENDA PÓST eða á albert.eiriksson@gmail.com 

Hér eru umsagnir: UMSAGNIR og enn fleiri UMSAGNIR.

Takmarkaður fjöldi – engir öfgar eða leiðindi. Aðeins heiðarlegur, hollur, góður matur. Einfaldar, auðveldar og fljótlegar uppskriftir að hollum mat.

Netfundir í hverri viku. Matseðlar fyrir hverja viku. Stuðningshópur á fb.

Fjögurra vikna námskeið á netinu. Fullt verð: 35.000.-

ATH: Það er möguleiki að fá námskeiðsgjaldið endurgreitt frá stéttarfélagi

Nánari upplýsingar og skráningar: albert.eiriksson@gmail.com

Ummæli:

Þetta hafa sennilega verið bestu vikur í langan tíma fyrir mig. Ótrúlega þakklát að hafa fengið að vera með í þessu.
Allavega hef ég fundið mikinn mun á mér að svo mörgu leiti eins og: enginn höfuðverkur(mjög gjörn á að fá hann).
Engir magaverkir (var alltaf uppþembd).
Engir liðverkir (leið alltaf áður eins og ég væri með beinverki).
Bjúgurinn farinn og slatti af kílóum.
Hef reynt svo marga megrunarkúra og alltaf gefist upp vegna hungurs.
En þetta er greinilega það sem virkar fyrir mig, ég vissi að sykur væri eitur en áttaði mig ekki á því hversu mikið.
Og svo hef ég alltaf verið kolvetnisfíkill.

Maturinn var fjölbreyttur og bragðgóður, aldrei vottaði fyrir sykurþörf eða að ég saknaði einhvers. Tvisvar eða þrisvar borðaði ég sætindi í kökuboði en fannst ekkert mál að koma mér aftur í gírinn. Niðurstaðan: mikil vellíðan, meiri orka, aldrei þreyta eða slen.

Hér eru umsagnir: UMSAGNIR og enn fleiri UMSAGNIR.

Lifum og borðum betur - fjögurra vikna námskeið á netinu hefst 2023. Hollur, góður matur - engar öfgar, engin leiðindi námskeið albert eldar megrun
Lifum og borðum betur – fjögurra vikna námskeið á netinu. Hollur, góður matur – engar öfgar, engin leiðindi. Einfaldar, auðveldar og fljótlegar uppskriftir að hollum mat. ATH: að er möguleiki að fá námskeiðsgjaldið endurgreitt frá stéttarfélagi.
Auglýsing

Meira úr sama flokki

Bláberjaterta – brosandi góð hollusta

Bláberjaterta - brosandi góð hollusta. Sumarvinnan mín í ár er að elda á hóteli í Breiðdal. Aðstoðarstúlkurnar, sem ég kalla oftast gengilbeinur, fengu áskorun: Að semja texta við þessa tertu sem öllum þótti einstaklega góð. Myndin hér að neðan var tekin þegar þær í mikilli gleðivímu, sömdu textann og flissuðu heil ósköp á meðan. Texti þeirra er svo fyrir neðan myndina  #lesistmeðþartilgerðumgleraugum

Bláber eru holl, mjög holl

blaber

BLÁBER. Sífellt fleiri rannsóknir styðja mátt andoxunarefna í líkamanum. Nú síðast gerði matvælafræðinemi í South Dakota State University, Marin Plumb, rannsóknir á bláberjum. Hún komst að því að bláber halda næringargildi sínu jafnvel eftir sex mánuði í frysti. Marin mældi andoxunarefni í bláberjum sem höfðu verið frosin í einn, þrjá og fimm mánuði.

Hjarta, kross eða samúðarkveðja – förum varlega á netinu

Hjarta, kross eða samúðarkveðja - förum varlega á netinu. Á fyrstu árum fasbókarinnar* hérlendis var engu líkara að en fólk kepptist við að verða fyrst til að setja inn samúðarkveðju ef það frétti af andláti. Ef sá sem misst hefur ástvin setur inn tilkynningu, þá er í lagi að votta samúð þar undir.  Ekki í sér færslu á vegg viðkomandi heldur undir tilkynningunni. Förum alls ekki beint á fb um leið og við heyrum af andláti til þess að senda samúðarkveðjur sem allir sjá.