Auglýsing
Sveppapaté sveppir möndlusmjör
Sveppapaté

​​Sveppapaté

Alveg örugglega einfaldasta, fljótlegasta og bragðbesta sveppapaté sem um getur. Þarf ekki að baka. Tilvalið á veisluborð, þegar þið farið í Pálínuboð eða viljið taka með ykkur matarglaðning til gestgjafa. Hátíðlegt sveppapaté

SVEPPIRPATÉMÖNDLUSMJÖRRÚGBRAUÐPÁLÍNUBOÐVEISLUBORÐHÁTÍÐLEGT

Auglýsing

.

Sveppapaté og nýbakað rúgbrauð

​​Sveppapaté

3-4 msk ólífuolía
1 b saxaður laukur
3 hvítlauksgeirar
1 ½ tsk timian
1 ½ tsk estragon
1 tsk salt
pipar
caynne pipar
1 askja saxaðir sveppir
1 b léttristaðar valhnetur
3/4 b möndlusmjör
1 tsk balsamik edik
vatn til að þynna, ef þarf.

Hitið ólífuoliu í stórri pönnu við meðalhita, setjið laukinn út í og steikið í 3-5 mín þar til hann er glær. Bætið hvítlauk og kryddum saman við og steikið áfram í eina mín. Bætið því næst niðursneiddum sveppum í og steikið í 7-10 mín eða þar til þeir eru mjúkir. Lækkið hita ef nauðsynlegt er svo þeir brenni ekki.

Á meðan sveppirnir steikjast, setjið valhneturnar í matvinnsluvélina og malið fínt. Setjið sveppablönduna út í valhneturnar í matvinnsluvélina, ásamt balsamediki og möndlusmjöri. Blandið vel saman og bætið við vatni ef þarf, þar til þetta er passlega mjúkt. Á að líkjast kæfu.

Setjið í ílát, lokið vel og kælið í amk klst.

SVEPPIRPATÉMÖNDLUSMJÖRRÚGBRAUÐPÁLÍNUBOÐVEISLUBORÐHÁTÍÐLEGT

.