Auglýsing

UPPFÆRT: Fullbókað er á námskeið fyrir jól. Fyrsta námskeið á nýju ári hefst mánudaginn 9. janúar (ath. takmarkaður fjöldi). Vinsamlega sendið póst til að skrá ykkur: SENDA PÓST eða á albert.eiriksson @ gmail . com 

Betra líf með alvöru mat og aukinni hreyfingu – námskeið

Fyrir ekki löngu fékk ég áskorun um að halda námskeið á netinu með áherslu á hollan alvöru mat og hreyfingu með það að markmiði að bæta líf fólks.

UPPFÆRT: Næsta námskeið byrjar 7. nóv. MEIRA HÉR.

.

Það er nú kunnara en frá þurfi að segja að matur er fyrir öllu. Hins vegar getur verið snúið að finna út hvað fer vel í okkur og hvað fer síður vel í okkur. Gott er að hafa í huga: Að stórum hluta erum við ábyrg fyrir eigin heilsu og muna að það er aldrei of seint að byrja.

Í nokkur ár hef ég verið hjá Elísabetu Reynisdóttur næringarfræðingi, lært af henni fjölmargt og saman stóðum við fyrir námskeiðum sem slógu í gegn. Hér eru umsagnir um þau.

Fyrir ekki löngu fékk ég áskorun um að halda námskeið á netinu með áherslu á hollan alvöru mat og hreyfingu með það að markmiði að bæta líf fólks. Námskeiðinu, sem var einskonar prufunámskeið, var að ljúka og með ánægju deili ég hér að neðan ummælum þátttakenda (seinna prufunámskeiðið er langt komið).

.

„En best er samt, að þó ég sé aldrei svangur á þessu fæði (og mér finnst það líka ljúffengt), hef ég misst 5 kg”

„Mér fannst námskeiðið fróðlegt og vel skipulagt, gott að vita nákvæmlega hvað á að borða og hvenær. Það var minna mál að lengja tímann á milli máltíða, þegar það er gert í þrepum. Uppskriftirnar bragðgóðar, fjölbreyttar og auðvelt að fara eftir. Ég fann strax að minni kaffidrykkja gerði gott. Góð heilsuráð fyrir utan mataræði og skemmtileg verkefni samhliða heilsuþættinum. Mæli með” 🙂

.

„Ég hef haft góða reynslu af námskeiðinu. Það veitti mér innblástur að heilbrigðari lífstíl til að taka með mér inn í daglega rútínu. Ég hef alltaf verið mikið sælkeri, en með hverri vikunni fannst mér löngunin í sykur vera mun minni og í kjölfarið varð ég orkumeiri yfir daginn. Takk fyrir mig” 🙂

Nýlega komst ég upp í 3 stafa tölu og þá var mér skipað í þessa meðferð af betri helmingnum, sem ég er mjög þakklátur fyrir. Skyndilega losnaði ég við brjóstsviða, sem byrjaði í haust í fyrsta skipti á ævinni, allt í einu þurfti ég ekki að skrifa bókstaflega allt niður til að muna það og andleg líðan öll léttari.”

Námskeiðið stóð algerlega undir væntingum mínum. Ég læri ýmislegt nýtt um líkamlega og andlega næringu. Uppskriftirnar voru einfaldar og hverri annarri betri. Á örfáum vikum uppskar ég aukna orku og betri líðan.

.

En með námskeiðið hjá þér var lærdómsríkt og virkilega skemmtileg 👌þegar ég las fyrstu vikuna hugsaði ég vá ég verð alltaf svo svöng, en það varð aldrei og allt svo gott. Ég hef verið að fasta í 2 ár frá 18-12 svo ég tók morgun og hádegis matinn saman, annars hélt ég matar prógrammið. Ég hef alltaf hugsaði vel um hreyfingu og mataræði, en alltaf gott að ýta við manni.

Heilræði um líkama og sál var mjög jákvæð og ég er en að nota þau. Rauðrófusafinn, D-vítamín og lýsi held ég áfram. Fróðlegt skemmtileg og jákvætt námskeið. Takk fyrir mig.

„Þetta hafa sennilega verið bestu vikur í langan tíma fyrir mig. Ótrúlega þakklát að hafa fengið að vera með í þessu
Allavega hef ég fundið mikinn mun á mér að svo mörgu leiti eins og:
Enginn höfuðverkur(mjög gjörn á að fá hann)
Engir magaverkir (alltaf uppþembd)
Engir liðverkir (leið alltaf eins og ég væri með beinverki)
Bjúgurinn farinn og slatti af kílóum
Hef reynt svo marga megrunarkúra og alltaf gefist upp vegna hungurs.
En þetta er greinilega það sem virkar fyrir mig, ég vissi að sykur væri eitur en áttaði mig ekki á því hversu mikið.
Og svo hef ég alltaf verið kolvetnis fíkill.
Hlakka svo mikið til að halda áfram, takk fyrir mig þú mikli meistari

.

Auglýsing

1 athugasemd

Comments are closed.