Betra líf með alvöru mat og aukinni hreyfingu – námskeið

Í nokkur ár hef ég verið hjá Elísabetu Reynisdóttur næringarfræðingi, lært af henni fjölmargt og saman stóðum við fyrir námskeiðum sem slógu í gegn.

Næsta námskeið mánudaginn 11. september (ath. takmarkaður fjöldi). Vinsamlega sendið póst til að skrá ykkur: SENDA PÓST eða á albert.eiriksson@gmail.com 

Betra líf með alvöru mat og aukinni hreyfingu – námskeið

.

NÆSTA NÁMSKEIÐ: LIFUM OG BORÐUM BETUR

.

Það er nú kunnara en frá þurfi að segja að matur er fyrir öllu. Hins vegar getur verið snúið að finna út hvað fer vel í okkur og hvað fer síður vel í okkur. Gott er að hafa í huga: Að stórum hluta erum við ábyrg fyrir eigin heilsu og muna að það er aldrei of seint að byrja. Hér eru ummæli þátttakenda:

.

Þetta námskeið hefur gert það fyrir mig að ég borða reglulega og aldrei þannig að ég sé að springa heldur líður mér vel eftir matinn.
Bólgur sem fylgja giktinni hjá mér eru ekki eins miklar og kílóin fara af eitt og eitt og er það frábært.
Ég hef fengið frábærar hugmyndir af mat og er farin að borða ýmislegt sem ég gerði ekki áður.
Ég get hiklaust mælt með þessu námskeiði hjá þér og hef alveg gert það sviklaust frá því ég byrjaði. Þetta var akkurat það sem ég þurfti, aðhald til að koma mér af stað. Þetta er alveg að svínvirka allavega fyrir mig.

Það sem mér fannst hjálpa mér mest á námskeiðinu voru einfaldar uppskriftir sem auðvelt er að setja saman og taka yfirleitt stuttan tíma að gera. Þær eru hollar og góðar og mér leið rosalega vel á þessu mataræði. Það að hafa matseðil fyrir vikuna minnkar álag og stress og eitt af því besta við þetta allt saman var hversu vel ég hef sofið. Já, svefninn gjörbreyttist og þessi lífsstíll er því klárlega eitthvað sem ég er tilbúin að tileinka mér.  Ég mæli með þessu fyrir alla þá sem vilja setja heilsuna í fyrsta sæti. Takk kærlega fyrir mig
Ég náði frábærum árangri og það er komin sól og sæla í mitt líf og námskeiðið er hluti af þeirri sól og sælu.
Mun auðveldara en ég átti von á, kolvetna-og sykurfíkillinn sem ég er, maturinn góður og auðvelt að fylgja þessu prógrammi.

Námskeiðið Lifum og borðum betur uppfyllti allar mínar væntingar. Ég er léttari á sál og líkama og full af orku. Takk fyrir mig!

Fimm kíló farin!  Meira en ég vænti.  En með Albert hef ég kynnst því að allt er hægt.  Flottur matseðill og fjölbreyttur í fjórar vikur, sem kemur í veg fyrir að maður gúffi í sig brauði og kökum þegar ég kem heim úr vinnu á daginn. Ástæðan er, að heima bíður mín matseðill, sem  stendur hvað skal borða og að sjálfsögðu fer ég eftir því. Í þessar fjórar vikur sem námskeiðið hefur staðið, hefur úthaldið hjá mér aukist, ég hlakka til að borða matinn minn – allt er gott.  Nei, ég er ekki að ýkja, og fleira er á þessu námskeiði en að læra að borða rétt er.  Þess vegna mæli ég hiklaust með námskeiðinu.
.

Ég er búin að léttast um 5 kg og er hæstánægð með það. Verkefnin eru frábær og hef unnið mikið í þeim. Mér finnst mjög lærdómsríkt að heyra ykkar upplifun, ég mun sakna fundanna.

En best er samt, að þó ég sé aldrei svangur á þessu fæði (og mér finnst það líka ljúffengt), hef ég misst 5 kg

Mér fannst námskeiðið fróðlegt og vel skipulagt, gott að vita nákvæmlega hvað á að borða og hvenær. Það var minna mál að lengja tímann á milli máltíða, þegar það er gert í þrepum. Uppskriftirnar bragðgóðar, fjölbreyttar og auðvelt að fara eftir. Ég fann strax að minni kaffidrykkja gerði gott. Góð heilsuráð fyrir utan mataræði og skemmtileg verkefni samhliða heilsuþættinum. Mæli með 🙂

.

Ég hef haft góða reynslu af námskeiðinu. Það veitti mér innblástur að heilbrigðari lífsstíl til að taka með mér inn í daglega rútínu. Ég hef alltaf verið mikið sælkeri, en með hverri vikunni fannst mér löngunin í sykur vera mun minni og í kjölfarið varð ég orkumeiri yfir daginn. Takk fyrir mig 🙂

Nýlega komst ég upp í 3 stafa tölu og þá var mér skipað í þessa meðferð af betri helmingnum, sem ég er mjög þakklátur fyrir. Skyndilega losnaði ég við brjóstsviða, sem byrjaði í haust í fyrsta skipti á ævinni, allt í einu þurfti ég ekki að skrifa bókstaflega allt niður til að muna það og andleg líðan öll léttari.

Námskeiðið stóð algerlega undir væntingum mínum. Ég lærði ýmislegt nýtt um líkamlega og andlega næringu. Uppskriftirnar voru einfaldar og hver annarri betri. Á örfáum vikum uppskar ég aukna orku og betri líðan.

.

En með námskeiðið hjá þér var lærdómsríkt og virkilega skemmtilegt 👌þegar ég las fyrstu vikuna hugsaði ég vá ég verð alltaf svo svöng, en það varð aldrei og allt svo gott. Ég hef verið að fasta í 2 ár frá 18-12 svo ég tók morgun- og hádegis matinn saman, annars hélt ég matar prógrammið. Ég hef alltaf hugsaði vel um hreyfingu og mataræði, en alltaf gott að ýta við manni.

Heilræði um líkama og sál var mjög jákvæð og ég er en að nota þau. Rauðrófusafinn, D-vítamín og lýsi held ég áfram. Fróðlegt skemmtilegt og jákvætt námskeið. Takk fyrir mig.

Þetta hafa sennilega verið bestu vikur í langan tíma fyrir mig. Ótrúlega þakklát að hafa fengið að vera með í þessu
Allavega hef ég fundið mikinn mun á mér að svo mörgu leiti eins og:
Enginn höfuðverkur (mjög gjörn á að fá hann)
Engir magaverkir (alltaf uppþembd)
Engir liðverkir (leið alltaf eins og ég væri með beinverki)
Bjúgurinn farinn og slatti af kílóum
Hef reynt svo marga megrunarkúra og alltaf gefist upp vegna hungurs.
En þetta er greinilega það sem virkar fyrir mig, ég vissi að sykur væri eitur en áttaði mig ekki á því hversu mikið.
Og svo hef ég alltaf verið kolvetnisfíkill.

NÆSTA NÁMSKEIÐ: LIFUM OG BORÐUM BETUR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.