Konfektmolar – próteinríkir, glútenlaustir og ótrúlega næringarríkir

 

konfekt Konfektmolar – próteinríkir, glútenlaustir og ótrúlega næringarríkir hnetusmjör súkkulaði kínóa hnetur vanilla
Hollir og bragðgóðir konfektmolar sem koma á óvart

Kínóakonfektmolar

Kínóakonfektmolar – hljómar kannski einkennilega í fyrstu en þetta kemur á óvart. Kínóa er kjörið í súpur, grauta og salöt. Það er próteinríkt, glútenlaust er ótrúlega næringarríkt og orkugefandi heilkorn. Kónóa inniheldur mikið af trefjum, omega 3 fitusýrum, járni, b-vítamínum og steinefnum. Ekki spara súkkulaðið. Jólin nálgast og einhverjir velja hollara nammi.

Til að gera þetta enn “konfektlegra” er gott að saxa ca 1 dl af marsipani saman við.

KÍNÓAKONFEKTJÓLINSMÁKÖKURHNETUSMJÖR

.

Kínóakonfektmolar

1 b soðið kínóa
1/2 b hnetusmjör – við stofuhita
3 msk gott hunang
1 msk saxaðar hnetur
1 tsk vanilla
smá salt
gott dökkt súkkulaði (ca 70g)

Sjóðið kínóa (ath að hálfur bolli af ósoðnu verður að heilum bolla soðnum), blandið saman í skál kínóa, hnetusmjöri, hunangi, hnetum og vanillu. Blandið vel saman og mótið kúlur. Kælið. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði og hjúpið kúlurnar. Kælið

.

KÍNÓAKONFEKTJÓLINSMÁKÖKURHNETUSMJÖR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.